27 February 2013

Sandblástursfilmur

Eldhúsgluggarnir:
Ég er með tvo eldhúsglugga, með fjórum rúðum. 
Hver rúða er um 135 cm há og er filman 40 cm há í allt. 
Ég skildi eftir 1/2 cm bil á hliðunum og á botninum 

 Ef þið eruð ekki með intervideo windvd 5 forrit í tölvunni ykkar er hægt að googla það og niðurhala. Því næst horfið þið á uppáhaldsmyndina ykkar í tölvunni, upp kemur fídus með mynd af myndavél, klikkið á myndavélina þegar þið sjáið það myndbrot sem þið viljið setja í gluggann og þær myndir fara í ramma til hægri. Síðast save-ið þið myndirnar og sendið á það sandblásturfyrirtæki sem þið viljið. Held reyndar líka að hægt sé að koma með sinn eigin dvd disk og láta útfæra og/eða velja úr nokkrum fyrirfram ákveðnum myndum hjá þeim.

 Jebb Línan alltaf skondin :)


 Útidyrahurðin:
 Ég teiknaði upp Óla Prik og skipti honum upp í þrjá glugga. 
Það er 1cm bil á öllum hliðum. Ef breyting verður á heimilismönnum
 er lítið mál að teikna upp bumbuna og fá fyrirtækið til að gera ný.