13 February 2013

Orð á veggi

Uppáhalds tilvitnun mín fékk auðvitað sess í stofunni...
bara svona til að minna mig á að vera ekki með kjaftagang,
 en þar sem ég er mannleg á ég það til að gleyma því :(

 Ég valdi leturgerð í word og ákvað hve háir stafirnir ættu að vera eða 7 cm.
  Þegar ég gerði þetta kom Merking með besta tilboðið á sandblásturfilmu,
 en það er um að gera að senda mail á nokkra staði og fá tilboð,
 mismunurinn er ótrúlegur!
 
Samdægurs fékk ég stafina sem eru b.t.w. negatífir, límdi filmuna á vegginn 
og dumpaði yfir stafina með svarti málningu með svampi. 
Passaði að líma vel á vegginn svo málning kæmist ekki undir filmuna.
 Að lokum reif ég filmuna af og orðin urðu eftir á veggnum :o)


 Hjónaherbergið.  Ég málaði vegginn svartan í hjónaherberginu og stenslaði
 svo orðin með hvítri málningu á vegginn sem ég hafði mjög stóra eða 12 cm.


 Ég bað fyrirtæki sem heitir "Allt merkt" á Hverfisgötu í Rvk, 
að útbúa fyrir mig stafi sem ég límdi svo á vegginn.
 Gat valið úr mörgum litum og allar stafagerðir úr Word.

No comments:

Post a Comment