Mig langar til að sýna ykkur brettaborð sem ég bjó til síðasta sumar.
Maður er svo fljótur að gleyma, en það var svo mikil vinna við
að pússa borðið að ég ætlaði aldrei að gera annað borð!
Samt er eitt lítið bretti komið í geymsluna og bíður eftir yfirhalningu ;)
Brettið komið í hlað og þá hófst vinnan....
Ég pússaði það upp með slípivél.
Byrjaði á sandpappír nr.40 og endaði á pappír nr.120.
Byrjaði á sandpappír nr.40 og endaði á pappír nr.120.
Passaði vel að litlar sem engar flísar fyndust þar sem þetta
átti að verða sófaborð sem sokkabuxur gætu strokist við :)
Málaði svo tvær umferðir. Hjólin (tvö með
bremsum)
keypti ég í Verkfæralagernum á Smártorgi.
Stenslaði
tilvitnunina.
Fékk stenslana í föndurbúð við hliðina á Virku.
Dumpaði yfir hvern
staf með þvottasvampi.
Bara að passa að hafa lítið í svampinum svo stafirnir "leki" ekki.
Að lokum setti ég 6 mm glært gler ofan á
og tvö gler undir þvert yfir borðið (vantar á þessa mynd),
til að fullkomna nýtinguna.
Og nú er ég orðin stoltur eigandi af einstöku borði ;)
No comments:
Post a Comment