Ég sá ramma í einni flottri búð um daginn
en hann kostaði annan handlegginn!
Svo ég neyddist til að hætta að hugsa um hann .... í bili.
Þá sá ég spegil í Rúmfatalagernum, með svona líka sætu mynstri.
Og þó hann hafi verið rosa flottur hvítur ákvað ég að spreyja hann svartann,
því veggurinn er hvítur þar sem hann á að vera.
Ég setti glerið í geymsluna, svona "djöst in keis" ef
mig langaði til að breyta öllu heila klabbinu aftur í spegil.
Svo bara spreyjaði ég og spreyjaði alveg heilum brúsa af satin svörtu lakki,
bara beint á rammann án þess að grunna.
Og hér fær hann að dúsa þangað til ég finn veggpláss.
Annars finnst mér hann nú nokkuð flottur þarna thíhí :)
Þegar ég bjó til skrifstofuhornið sá ég að flottasta hlutverkið
fyrir rammann væri að halda utan um ballerínurnar mínar :)
Þegar ég bjó til skrifstofuhornið sá ég að flottasta hlutverkið
fyrir rammann væri að halda utan um ballerínurnar mínar :)