Karíus og Baktus.
Ég teiknaði þá á spónaplötu, sagaði eftir útlínunum með
stingsög,
málaði og lakkaði yfir. Skórnir fengust í föndurbúð.
Baðdrotting sem ég gerði fyrir langa löngu.
Óvenjulegar "baðmottur" frá Ikea.
http://www.ikea.is/products/18416
http://www.ikea.is/products/18416
Baðbakkar, annar orginal en hinn bæsaði ég dökkann og lakkaði.
Það er nú bara þessi dökki sem er í umferð hehe :)
Baðhillur í sama stíl.
Tvær skúffueiningar hlið við hlið á hjólum svo auðvelt er
að þrífa undir.
Ég prentaði út merkingar á hverja skúffu,
enda lífsins
ómögulegt að muna hvar hlutirnir eru geymdir (ellin að segja til sín).
http://www.ikea.is/products/679
Greinar
sem ég keypti ég á sínum tíma í Salthúsinu
(held að Penninn sé að selja
þetta núna).
Til í mörgum litum. Þær eru úr plasi og er það undir
hverjum og einum komið
hvernig þær eru tengdar saman og í hvaða tilgangi
þær eru notaðar.
Ég hef þær sem skartgriptré :o)
Tunna sem gegnir því hlutverki að halda utan um wc pappír.
Merkinguna setti ég sjálf á.
http://www.ikea.is/products/10466
Upphengjanlegar
snúrur í loftið er góð hugmynd fyrir lítil þvottahús.
https://www.byko.is/heimilisvorur/hreinsivorur/thvottur/vnr/12027
Eitt það
sniðugasta sem ég hef keypt er þessi blái kolkrabbi frá Ikea
en á hann
hengi ég allt smálegt eins og sokka, borðtuskur og fl.
http://www.ikea.is/products/13946
Hluti
af þvottahúsinu mínu.
Tveir eldrauðir skápar og er þessi efri
lyfjaskápur heimilisins.
Það er ekki mikið gólfpláss svo ég hengdi upp
þrjá stóra skápa
á einn vegginn sem ná upp í loft (glerskáparnir).
Náðarhús Tuma er þannig í laginu að það er tilvalið í hornið á þvottahúsinu.