22 April 2013

Strimlagluggatjöld úr áli


Þegar ég flutti í íbúðina mína fyrir nær 10 árum, gerði ég eins og flestir á þeim tíma.....ég keypti rimlagluggatjöld.  En það leið ekki langur tími þar til ég gafst upp (því ég fæddist nefnilega með borðtusku í annari hendi) og sá ekkert annað en ryk og meira ryk.  Svo ég fór til "Höfuðborgarinnar" og endaði í verslun sem ber nafnið Nútíma gluggatjöld og er á Suðurlandsbraut.  Strimlar urðu fyrir valinu og það úr áli!  Ekki eins viðkvæmt og ef það væri úr efni og svo finnst mér það kostur að það eru engin bönd sem halda strimlunum saman að neðan svo kisan hefur góðann aðgang að glugganum til að horfa út án þess að ég þurfi að draga frá. Góð fjárfesting á sínum tíma og enn "móðins" þrátt fyrir nokkur ár :)









14 April 2013

Myndskreytt kerti


Langar að sýna ykkur nokkur kerti sem ég hef gert með
 því að prenta út myndir sem ég finn í Google og
líma með þar til gerðu lími sem fæst í föndurbúðum.
  Ef þið eruð eldhrædd er líka hægt að að líma saman myndina
 þannig að það myndist hólkur og setja sprittkerti
 inn í litla krukku, t.d. barnamatakrukku.
  Svo er bara að skreyta að vild, nú eða bara að sleppa því :) 




























Að lokum langar mig til að sýna ykkur það allra fallegasta.  Hér klemmdi ég saman tvær ljósmyndir með svo kölluðu Clip-foto og fæst í Hrím á Laugavegi.  
Inn í hólknum er ilmkerti frá Ikea.



08 April 2013

Bullukollarnir mínir


Ég hef sankað að mér nokkrar tegundir af
 kollum og sett ofan á þá Íslenskar gærur.

Fyrsti kollurinn er í raun ekki kollur, heldur mjög lágt Ikea þrífótaborð 
sem vinkona mín fann í Sorpu.  Ég pússaði upp fætur og lakkaði svartar.

Þennan koll keypti ég í Tekk/Company og fékk hann svarta gæru.
 Dóttir mín fékk hann í afmælisgjöf :)

Barkollur sem ég fékk í Bland.is.
 Hann kemur skemmtilega út svona hár :)

Þennan fékk sonur minn í jólagjöf :)

Tumi að kúra á einni rauðri :)