31 August 2016

Hljómplötustandur (vinyl) DIY


Unglingsdóttir mín á plötuspilara frá My concept store.
Hún hefur sankað að sér nokkrum plötum 
en vantaði hentugt geymslupláss fyrir þær
 þar sem auðvelt væri að flétta þeim.  

Mamman var ekki lengi að strunsa í Ikea og....

...kaupa eitt stykki Nesna náttborð á 2350 kr.
En þar sem borðið er úr bamus sem ekki fellur að smekk
 þá var komið við á leið heim í Slippfélaginu og ....

keyptur einn svona spreybrúsi.
 

 Svo var bara preyjað úti á svölum í góða veðrinu.
Ég er að segja ykkur það að klukkustund 
eftir spreyjun gat ég sett borðið saman,
 svo fljót var málningin að þorna sem er frábær kostur!
 
Með því að sleppa glerplötunni sem á að vera ofan þá,
þá er komin hinn fínasti plötustandur :)

Skemmtilegt verkefni, ódýrt og auðvelt!


 





30 August 2016

Tungusófinn er off, sófasett er inn!

 
Ég gerði stór mistök!
Þannig er að fyrir allt of stuttu fékk ég mér tungusófa.
Ég veit ekki af hverju ég valdi TUNGUSÓFA!
Kommon.... þegar gestir eru þá sitjum við öll og horfum í sömu átt,
 nema þegar við gerumst frökk og sitjum í sitt hvorum enda sófans með fætur upp í.

 
Svo eftir að hafa sannfært sjálfan mig um mistökin 
þá hófst leitin að hinu fullkomna sófasetti. 
Ég var með gátlista sem rassageymslurnar þurftu að standast.
Á honum stóð.....

1) Sófarnir mega ekki vera með pullum sem skríða í burtu eftir nokkra mínútna setu.
2) Sófarnir eiga að vera ljósgrárir að lit.
3) Sófarnir þurfa að vera það langir að ég gæti lagt mig í þeim, 
allavega í öðrum þeirra.
4) Sófarnir þurfa að vera með pullum sem hægt er að snúa við og þvo í þvottavél.
5) Sófarnir mega alls ekki kosta handlegg eða aðra útlimi.

Leitin stóð ekki lengi yfir.
 Lissabon frá Ilva varð fyrir valinu :)


Fallegt og slitsterk efni,
en ég legg mikið upp úr því af sárri reynslu.

 En breytingar kalla á aðrar breytingar.
T.d. var ég komin með autt horn sem öskraði á lítið borð! 
Ég var nú ekki lengi að redda því hehe:)


 Bakkaborð + stór klukka frá Ikea = 

Klukkuborð!

Þessi hilla var á bak við tungusófann "gamla".
 Hún var svört og alls ekki að falla í kramið.
Ég átti til einnota dúk frá Ilva sem ég límdi ofan á hilluna.
Þá tónaði hún betur í kósýhorninu ;)
 Ég er svo heppin að kærasti minn fattar vel minn smekk á skrauti :)
Það er hann sem færði mér prófílinn og apana <3
Langa styttan er öldruð.
Luktin er ný lína frá Ikea og selst hratt upp enda undurfögur.

 Sérstaka ljósið frá versluninni Egg sem var og hét,
 kemur vel út í horninu.

Júbb þetta var pottþétt málið.
Tungusófi out, sófasett inn!








29 August 2016

Ég fann koll frá Valbjörku og gerði hann upp!


Jóhann Ingimarsson heitinn eða Nói eins og hann var kallaður átti og rak
 húsgagnaverslunina Valbjörk á Akureyri frá 1953-1970.
Ég var svo heppin að finna kolla frá honum í Portinu í Kópavogi
 fyrir ári síðan og hreinlega gat ekki sleppt því að létta aðeins á buddunni :)

Tveir voru til sölu,
bara annar rataði heim til mín ;)



Undir þykku lagi af lakki leyndist tekk.
Gæran var líka orðin gul og skítug, hún leit mun verr út en myndirnar sýna.
Þá var bara að hefja verkið sem var aðeins meiri vinna en ég átti von á hehe  :)
Þetta undraefni er snilldin ein 
og það óvænta er að það er svo til lyktarlaust.
Ég bar þykkt lag af leysinum á með pensli
og lét það liggja á yfir nótt.

Síðan skóf ég lakkið af með sköfu....skítlétt!
Hefði jafnvel geta blásið það af svo laus var málningin.
Aðalvinnan lá í að ná málningunni af sem var ofan í raufum í viðnum. 
Lítill juðari...þessi með þríhyrnda sandpappírnum kom sér vel.

Ég er smámunasöm og þegar ég talaði um að mikil vinna 
lægi á bak við endurgerðina þá var að vegna þess að ég hætti
 ekki að pússa fyrr en allt lakk var farið.
Blótaði líka þeim sem datt í hug að mála yfir fallega tekkið, 
svoleiðis gerir maður bara alls EKKI! 

 En það borgaði sig að vera þolinmóð,
grindin varð eins og ný!



 Áklæðið fékk ég í Ikea,
 já eða púðaver sem ég klippti niður hehe  :)





Eitt af því sem mér finnst svo sjarmerandi við þennan er
 að hægt er að leggja setuna ofan á allar sex hliðarnar. 


Hann er nokkrum númerum of fallegur!
Kollur með gamla sögu og sál og ég extra ánægð að leiðir okkar lágu saman :)