09 February 2013

Gamall lampi verður nýr


Hér ætla ég að sýna ykkur 65 ára gamlan lampa
 sem kærasti minn erfði frá ömmu sinni.
 Ég tók þá miklu áhættu að gera hann upp
 (hann var reyndar búinn að vera í geymslu í mörg ár)
 og þó ég segi sjálf frá er hann FRÁBÆR eftir breytingu!
  Ef ykkur langar að sjá breytinguna þá er bara að skrolla niður elskurnar :)

Ok, hér er lampinn fyrir breytingu. 
Ég fjarlægði kertin sem höfðu það hlutverk að vera perustæðin, 
tók af „hattinn“ (þennan í miðjunni) og límdi perustæði þar ofan í.
 Allt rafmagn endurnýjaði ég þ.e.a.s snúruna, slökkvarann og klóna.

Hann var nú fallegur fyrir breytingu ....

en mikið fallegri eftir breytingu, einhvern veginn skarpari línur.

 
Sprautun.is sá um að undirvinna lampann og spreyja hann. 
 Frábær vinnubrögð og sanngjarnt verð. Ég valdi svartan lit í gljástigi 40.

Skerminn keypti ég í Habitat.
 Mér fannst hann of hvítur að innan svo ég klippti til eftir máli einnota dúk 
(eins og maður kaupir oft til skreyta á veisluborð).
  Að lokum penslaði ég yfir dúkinn með lími. 
 Útkoman var stórglæsileg og það er skemmst frá því að segja
 að kæró var himinlifandi!


No comments:

Post a Comment