24 April 2016

Allt er breytingum háð þegar maður heitir Árný Lú!


Smá breytingar-saga.

Það er stórmerkilegt hvað maður heldur oft lengi í húsgögn
 sem passa engan veginn inn hjá manni.
Áður en ég flutti í íbúðina mína átti ég skáp með svona "antik" look
 og þar sem mér þótti hann flottur þá hálf partinn tróð ég honum
 í það rými sem hann fékk svo að dúsa í í 12 ár.

 
Svo ég tók stóra ákvörðun.
  Skápurinn yrði seldur!
Sólarhring eftir þá ákvörðun fékk þessi elska nýtt heimili 
og ég lagði höfuð í bleyti við kaup á nýjum húsgögnum í stað skápsins.

Fyrir valinu varð Stockholm mubla frá Ikea.....

                                               tvær Botkyrka hillur, líka frá Ikea og.....

Skogsvag spegill frá hehehe IKEA!
Spegillinn var mér ekki alveg að skapi nema þá stærðin og lögunin svo
ég límdi svart einangrunar-rafmagnslímband
ofan á spegilinn og lét teipið ná ca. cm inn á 
 þannig að hann er tvílitur næst speglinum sjálfum.



Klæddi spegilinn í svart belti 
og tengdi saman við það annað brúnt belti. 
Gula hankann fékk ég í Ikea.

Ég blés ryk af 12 ára gömlum veggfóðurslengjum sem
 fundust í geymslunni og límdi á vegginn.

 Hillurnar hengdar upp og skrautinu komið fyrir.

 Hauskúpa frá Ilva.

Blómapottur frá Sirku á Akureyri.

Þá er ekkert eftir nema neðri hlutinn eða skenkurinn sjálfur.

Kertastjakar frá Grænu systrunum,
stjörnukertastjakinn frá Blómavali, 
svört pappastjarna frá Fakó.



Og frúin er hæðstánægð með af hafa farið út í þessar breytingar :)