31 August 2014

DIY klukkuborð



  Sumt skilar sér bara ekki á myndum en ég reyni að komast 
sem næst því og sýni ykkur hve auðvelt er að búa til svona borð eins og ég 
tjaslaði saman fyrir Sigrúnu dóttur mína og gaf í útskriftargjöf núna í sumar.  

 Skemmtilegt borð hvort sem það er notað sem náttborð
 eða til að leggja frá kaffibolla og hvítvínsglas við sófann, tölvuna eða annað
.... svona svipað notagildi og innskotsborð :)

 Í upphafi keypti ég stóra klukku í Pier, 47 cm í þvermál.
 
 Fann borð í Ilva nema borðplatan er hvít, 40 cm í þvermál.

Ég mældi út þvermál klukkuverksins sjálfs og.....

sagaði gat á borðplötuna sem því nemur....aðeins rýmra samt. 

Ég þurfti að saga fætur í sundur og fjarlægja bútana á milli,
 annars hefði klukkuverkið ekki komist fyrir.
Límdi fætur niður með trélími og skrúfaði fast.

Þá var ekkert annað eftir en að setja klukkuna sjálfa ofan á.....

....svona!

Tilbúið! 
Klukkuborð sem gengur eins og í sögu :)




25 August 2014

DIY kápa á skriftar og reikningsbækur


Langar til að sýna ykkur snilldarhugmynd sem 12 ára
 (alveg að verða 13) dóttir mín fékk.
  Henni fannst framhliðar á skriftar og reikningsbókunum ekki spennandi
 svo hún prentaði út myndir á netinu og límdi á framhliðarnar.  
Flott hjá henni finnst ykkur ekki?