18 March 2013

Tímaritabox með nýtt útlit


Góðann og blessaðan daginn kæru vinir! 
 Nei nei ég er ekki hætt að setja hér inn, ég er bara búin að vera svo bisssssí
 við að búa til litla home skrifstofu, en nú er ég að sjá fyrir endann
 á því verkefni og ætla að sýna ykkur árangurinn hér smátt og smátt....

 Ég fjárfesti í tímaritaboxum í Ikea (ekki vera hissa hehe).
Þau eru seld tvö saman og er viðurinn ómeðhöndlaður
 svo auðvelt er að bæsa mála eða líma á boxin.

Fyrst bæsaði ég allar hliðar með svörtum bæs frá IKEA!
 Svo málaði ég þær hliðar sem snúa fram á myndinni með svartri vatnsmálningu.
  Eftir u.þ.b. hálftíma pússaði ég yfir með frekar grófum sandpappír....

....svo málaði ég yfir með hvítri vatnsmálningu og pússaði aftur yfir með
 sandpappír alveg þangað til ég fékk þá áferð sem ég var að leita eftir.

Að lokum boraði ég fyrir höldunum og stenslaði stafina :)