20 February 2013

Kúruteppi



Kúruteppi ca 130x160 cm
Sængin hefur ekki verið tekin fram í stofu eftir að ég bjó til kúruteppi. 
Það geta allir saumað svona teppi, líka byrjendur. 

Þið byrjið á að kaupa flónel efni og vatt, Völusteinn er með mesta úrvalið.
 Þið getið líka beðið konurnar þar um að hjálpa ykkur að velja efnið,
 teppið heitir Raggy minnir mig.  Eins og sjá má þá er ég með nokkuð marga liti,
 en ég held það komi líka vel út að hafa teppið einlitt eða tvílitt t.d. svart og hvítt.

 Klippið eða skerið 248 stk. af 13 cm ferningum og 64 stk. af 22 cm ferningum.
 Síðan gerið þið 124 stk. Af 9 cm vatti og 32 stk af 18 cm vatti. Búið til „samlokur“ þ.e.a.s fyrst flónel svo vatt og aftur flónel. Saumið X með beinum saum frá einu horni til annars á hverjum ferningi fyrir sig, þetta er til að vattið fari ekki á fulla ferð inní ferningnum þegar teppið er í notkun eða þegar verið er að þvo það. Saumið svo saman fjóra liti og einn stóran við hlið hans, aftur fjóra litla og einn stórann o.s.f.v. ( sjá mynd) og hafið saumfarið 2 cm. Ég saumaði eina lengju í einu og svo allar lengjurar saman. Að lokum klippið þið upp að saumfari með ca 2. cm millibili ...ALLT TEPPIÐ. Þvoið og setjið í þurrkara, þannig fæst þessi áferð. Gangi ykkur vel :o)

No comments:

Post a Comment