14 July 2016

Klukkuborð (DIY)


Einfaldar breytingar kalla alltaf á meiri breytingar en ráðgert var í upphafi.
Ég fékk mér tvo sófa sem ég sýni ykkur við tækifæri.
En þá vantaði borð í hornið!

Fyrir ári síðan keypti ég nýja klukku á Blandi.
Þá hafði ég enga not fyrir hana en hafði það á tilfinningunni að það kæmi að því, 
sem reyndist svo rétt hjá mér :)

 Klukkan fæst í Ikea, heitir Skovel og er 59 cm í þvermál.


Stundum smellpassar litur og lögun verkefninu sem maður er að dunda sé við.
Ég fann bakkaborð í Ikea sem heitir Gladom.
Það er 53 cm á hæð og þvermálið er 45 cm.
 
Klukkan sjálf smellpassaði ofan á bakkann og helst það alveg stöðugt 
sem er mikið atriði þegar kettir hoppa upp á borð :)

Kommon þetta geta allir gert á 5 mínútum!

Heildarlúkkið sýni ég ykkur fljótlega á nýja settinu, 
mottunni og stól sem er í pöntun hjá Tekk vöruhúsi.

Bíðið spennt!