Fékk þá flugu í hausinn að búa til "rússaljós".
Ég keypti hillubera í Ikea,
tau-rafmagnssnúru í Bauhaus (fást í mörgum litum),
perustæði og dimmer í
Glóey í Ármúla, keðju í Bykó og peruna í Húsasmiðjunni.
Ég límdi glimmer á
peruna og vafði hana með fíngerðu snæri frá Ikea
Það er hægt að snúa hilluberann á tvo vegu og ákvað ég
að hafa hann svona til að ljósið væri lengra frá veggnum.
Alveg perfect staðsetning ljóssins.
Kemur svo skemmtileg birta á myndina :)
No comments:
Post a Comment