12 June 2015

Breytt heimasætuherbergi


Það var svo sannarlega kominn tími á að heimasætan
 fengi nýjan fataskáp með góðu innvolsi enda var sá gamli illa nýttur og of lítill.
En nýr skápur kostar handlegg skal ég segja ykkur.  
Svo við fundum einn nýlegan á frábæru verði á Blandi. 

Alltaf þegar maður ætlar bara að breyta smá vex verkið
 og áður en maður veit af er allt komið á hvolf í allri íbúðinni
 og herbergið endar á því að verða óþekkjanlegt. 

En endanleg útkoma varð STÓRfín og stelpan mega sátt :)

 Gamli skápurinn og .....

....sá nýji.

Skápurinn er með rennihurðum úr svörtu gleri.
Ég lenti í því óhappi að brjóta spegil sem var á sama
 stað og þessi sem er t.h. á myndinni.
  Vona ég að það þýði ekki 7 ára ógæfu :(
En ég fékk annan alveg eins svo samviska mín komst á réttan ról aftur :)

Áður en ég setti upp þennan skáp hafði ég ekkert
 spáð í hvað skipulag skiptir miklu máli að innan og hve mikið er í boði.
Það er endalaust hægt að kaupa og kaupa en sem betur fer þá fylgdu nokkrar hillur,
 fataslár og skúffur með í kaupunum en við bættum við
 buxnahengi, vírkörfu, útdraganlegum hillum og 
plexigler-skilrúmum (sjá Komplement línuna í Ikea).

Nú þar sem við vorum hvort sem er að skipta um skáp 
þá var ekkert því til fyrirstöðu að breyta smá í herberginu.

Skrifborðið mitt fékk nýjan stað,
 ég notaði það hvort sem er aldrei hehe :)

Gamlar hljómplötur frá Góða hirðinum voru hengdar upp til skrauts.

 Flotti plötuspilarinn frá My conseptstore er hér ofan á tröppu frá Ikea.

Plötur sem ég hef átt í fjölda mörg ár
og stelpan hefur smitast af mínum smekk ;)

Hillueiningingarnar koma frá Ikea....en ekki hvað!

 Annað smádót ofan á borðinu hef ég getið til um áður
 á eldri færslum eins og Chaplin lampann og
skálina sem er gerð úr kertastjaka og skál.

Góða helgi elsku þið og gleðilegt sumar :) :) :)