30 May 2013

Hitt og þetta


 Langar að sýna ykkur nokkra hluti sem eru mér kærir. 
 Kommon hvaða hluti er maður með inni hjá sér sem eru EKKI kærkomnir?

Gólflampi sem kæró gaf mér í jólagjöf.
  Ég hreinlega elska þennan meira en.... ALLT!

Skilti sem ég hafði lengi vel horft til og viti menn.....
hann endaði í stofunni minni!
 Stundum verð ég bara alveg orðlaus!


ERRRR er málið .... þegar maður hefur skreytt það aðeins :)

Oft er það ódýrasta flottast.
  Rúmfatalagershirsla undir ilmvötn og úr.

Þetta listaverk á stórt pláss í hjarta mínu, 
enda frá ástinni minni og enginn og þá meina ég enginn á alveg eins ;)


Flestar verslanir erlendis sem selja listaverk geta rúllað myndunum upp og sett í hólk til að auðvelda flutning heim með flugi. 
Svo er bara að fá innrömmunarfyrirtæki hér heima til að ramma myndina inn.
  Þetta gerðum við þegar við fórum til London og svo fengum við Rammamiðstöðina til að setja myndina á blindramma.
Ég bað fyrirtæki sem heitir "Allt merkt" á Hverfisgötu í Rvk, 

að útbúa stafina fyrir mig sem ég límdi svo á vegginn. 
Gat valið úr mörgum litum og allar stafagerðir úr Word.

Hér er linkurinn á fyrirtækið sem seldi okkur þessa mynd .....
 http://www.theportobelloartsclub.com/

 Minn uppáhalds kertastjaki frá Heimahúsinu 

  Krúttlegasta mynd ever!
 Sonur minn sem er með þroskahömlun teiknaði hana 
þegar hann var um 13 ára gamall. 
Ég lét ramma hana inn í karton og álramma og hafði hana
 sem skraut í fermingarveislu hans um árið.
Nú prýðir hún veggi heimilisins.



Ég keypti þennan gamla sjónvarpsskáp á Bland.is á slikk. 
Fór til húsgagnasprautara og lét sprauta hann háglans-eldrauðan :o)

 Setti svo lýsingu inn í skápinn 



Ein af mínum uppáhaldsbúðum er Ilva
 og fer ég yfirleitt ekki tómhent þaðan út :o) 
Þetta fuglabúr fékkst þar.
 Ég tók róluna innan úr búrinu og setti kerti í "matardallana"
 Svo fékk litla lukkutröllið sem María Mist mín bjó til, hlutverk sem fugl :) 

29 May 2013

Heimaskrifstofan


Hef ég sýnt ykkur heimaskrifstofuna "mína"?
Ef svo er þá bara geri ég það aftur, enda svo langt síðan
 þið hafið fengið eitthvað augnakonfekt.....Erþaggi?

 Fyrir mööööörgum árum, þegar Tekk vöruhús var einhverstaðar
 í Árbæ minnir mig þá keyrði ég framhjá henni í leið minni á Selfoss.
  Í glugganum var skápur sem ég kolféll fyrir svo....
 ég kippti honum með þegar ég sneri til baka í menninguna ;) 
 Þetta er "antikskápurinn" minn og þykir mér afskaplega vænt um gripinn.  

Kannski vegna þess að hann er svo gjörsamlega
 út úr kú miðað við minn stíl hehe ;) 

 Svo er hann í svona country stíl hehe sem ég þoli ekki, 
en samt er þessi mubla eitt af mínu uppáhalds ;)

Heyriði.....um daginn kom Kristján minn með mynd í ramma úr "gulli" og 
sagðist ætla að hirða myndina en henda rammanum.  Ég hélt nú ekki! 
 Hér er ég sem sagt búin að grunna rammann en bara grunna og ætla ekki að gera meira.  Rétt pússaði yfr með sandpappír og setti uppáhaldsfólkið mitt í rammann, ömmu og afa þegar þau voru ungmenni ;)

 Mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði við ljósmyndirnar,
 þrátt fyrir illa tekna mynd ;)
 Áður var ég með fjölskylduljósmyndir á heilum vegg 
með römmum og öllu tilheyrandi, en vegna plássleysis tók ég myndirnar úr, plastaði þær í vélinni minni góðu og hengdi þær upp með teiknibólum.
  Auðvelt mál því þetta er gipsveggur ;)

Á öllum skrifborðum þarf að vera góð lýsing. 
 Þennan lampa fékk ég í Ikea. Í staðinn fyrir að hengja hann upp á vegg
 eða setja hann á skrifborðsbrúnina þá festi ég hann á "kökustandinn"
 sem ég fékk í Rúmfó og nota undir límband, heftara og fl.  

 Það sem mér finnst skemmtilegt við skrifborðið mitt 
er að ég get sett fallega hluti undir glerplötuna ;)

Lampinn sem fékk nýjan home-made skerm (sjá fyrri færslur)
 er í skrifstofunni fínu og myndirnar til vinstri eru eins og ég 
hef sagt áður klemmdar saman með poto-clips frá Hrím.

Og hér er öll vinnuaðstaðan.  
Hægt er að fá skúffur eða skápahurðar í hillurnar sem heita
 Expedit (Ikea) og valdi ég hurðar í þessum líka flotta Turkis lit. 
 Tunnan til hliðar hefur hlutverk rusls,
 prentarinn er í horninu ofan á hillu sem fékkst í 
Húsgagnahöllinni fyrir löngu síðan.

  Hatturinn er home-made ljós.
 Rammann spreyjaði ég svartan eftir að ég hafði tekið spegilinn innan úr.
  Takið sérstaklega eftir blómamyndinni stóru.  Á bak við myndina eru þrjár stórar rafmagnstöflur sem fóru mjög svo í taugarnar á mér
 en enginn veit af núna ....NEMA ÞIÐ!







05 May 2013

Ljós úr garni



Fyrirgefið mér hvað ég er sein að koma þessu inn á bloggið.
  Alltaf svo mikið að gera hjá minni ..... við að gera ekki neitt!
Það eru sem sagt nokkrir dagar síðan ég kláraði heimasætuljósið úr garni.
Skemmtilegt verkefni og útkoman frábær!

Það fór smá tími í að finna sterkar blöðrur og hnöttóttar,
 en tókst að lokum þegar ég rambaði inn í Partýbúðina.
  Þar fékk ég þrjú stykki í poka á um 600 kr og það sem er hentugast
 er að það er teyja á blöðrunni til að auðvelda mér að hengja hana upp til þerris.
 
 Uhhh sko....
 hægt er að kaupa tilbúið stífelsi í föndurbúðum,
 en gallinn er að þá þarf maður mikið magn,
eitthvað um tvo svona brúsa og efnið er ekki ókeypis!

Svo ég bjó bara til límið sjálf en þið getið líka nota veggfóðurslím.
Í uppskriftina þurfið þið:
1 bolla Corn Starch (fæst í Kosti)
1 bolla trélím
1 bolla hveiti
1 og 1/2 bolla vatn 
1 tsk salt
Öllu hrært vel saman, best að nota þeytara.

 Rúmfatalagerinn seldi mér svo garn og dugar
 ein dokka í eitt ljós sem er um 120 cm í ummál

Ég notaði djúpt ílát (skúringafötu) því verkið er subbulegt
 og bleytti svo vel í garninu!

Og þá er bara að byrja!
Fyrst makaði ég smá vaseline á blöðruna til að auðvelda
mér að ná henni innan úr þegar allt er þornað.

 Batt hnút ......

 .... og byrjaði að vefja og .....

...og vefja ...

 ...og vefja ...

...hring eftir hring...

 ...og endaði á að binda hnút. 

Ég sá á netinu að sumir gera ráð fyrir opi með því að 
teikna hring á blöðruna nógu stórann til að hendi
 komist inn í þegar skipta þarf um peru,
 en það er soldið vandaverk að vefja þannig að ekki fari garn yfir opið,
svo ég bara hreinlega togaði garnið til í lok verksins.

  Reyndar eru þær blöðrur sem ég keypti í Partýbúðinni með stóra totu á endanum sem ég vafði bara í kring um.  Æ soldið erfitt að útskýra en það segir sig sjálft þegar þið eruð búin að blása upp þessa tiltekna tegund af blöðrum :)

 Ég var svo heppin að finna krók í loftinu sem fékk
það hlutverk að geyma listaverkið í einn sólarhring.

 Eftir sólarhring var mér óhætt að losa blöðruna frá
 garninu og notaði ég skaft á skeið til verksins.

 
Blaðran dregin út um gatið.
Ég endaði á að spreyja með svörtu lakki,
 fannst það fallegra því hvíta límið gerði garnið grátt.

 Ljósið að degi til...

 ...og að kvöldi :)