29 May 2016

Veggfóðruð skápahurð, filmaðar skúffuframhliðar og fleira :)

Ég hef tekið miðrýmið í nösina undanfarna mánuði í fyrri færslum.  
 Einhvern veginn verða svona rými oft draslaraleg,
 svona samansafn af alls konar húsgögnum 
og þá aðallega til að geyma dót sem annars staðar er ekki pláss fyrir.
 Ég er með mikil plön fyrir miðrýmið mitt þegar það losnar um
 eitt herbergi hjá mér en þangað til reyni ég að gera mitt besta úr plássinu

 Einu sinni keypti notaðan skáp.
Hann geymir núna ryksuguna mín og öll verkfæri heimilisins.
En hann var blár og alveg út úr kú fyrir minn smekk!
(myndir sýnir tvo skápa, ég notaði bara einn)

Ég átti veggfóður sem ég límdi framan á hurðina.
Svo málaði ég yfir veggfóðrið með venjulegri mattri málningu.

Kommóða er algjört möst en hún var of hvít og föl svona ein og sér.
Til að hún væri í stíl við skápinn þá filmaði ég framan á skúffurnar. 

Góð nýting á plássi.
Ofan á glerskápnum er mynd til að fela forljóta rafmagnstöflu.
Chaplin myndina fékk ég að gjöf frá vinkonu minni.  
Hún hafði lengi hangið á vegg á kaffistofu vinnustaðar hennar.
Ég keypti utan um hana ramma og já hún er ein af mínum uppáhalds :)

Þennan skáp hef ég átt leeeengi.
Ég tók bakið úr honum og færði til hillur.
Hann er grunnur og nýtist vel til að geyma
 ljósleiðarabox, router, síma og allar snúrurnar!

Þessi sama vinkona og gaf mér Chaplin fann
 fyrir mig koll í Rauða kross gámi.
Eftir að hafa lakkað fætur svarta og sett rauða gæru 
ofan á kollinn fékk hann nafnið Bullukollur.
Þeir urðu svo nokkrir Bullukollarnir
 hjá mér og enginn eins útlits.
(sjá gamla færslu)








 

26 May 2016

Illa farið hliðarborð verður eins og nýtt :)


Stundum verð ég svaka heppin!
Ég fékk að hirða og gerði upp!

 Þetta borð gengdi hlutverki baðborðs og var orðið gegnsósa af sápum og olíum.

 Í þokkabót var önnur hillan ansi undin vegna raka.

Borðið var allt tekið í sundur svo auðveldara yrði að pússa 
það með juðara (grófur sandpappír) og svo fínlegur sandpappír í lokin. 

Önnur hillan nýpússuð, hin eftir og....

....fætur.  Fyrir og eftir pússningu ;)

Ég þynnti svarta vatnsmálningu til helminga með vatni og málaði eina umferð.  
Seinni umferðin var einn hluti málning og tveir vatn.

Vegna þess að ég þynnti út málninguna komu æðar viðarins í gegn.
Að lokum lakkaði ég yfir með möttu lakki.
(Lakkið verður fyrst hvítt, breytist svo í glært við þornun)

Það var með ráðum gert að ég límdi saman hillurnar tvær 
en þannig fékk ég "eina" þykka hillu og sú efri rétti sig af við líminguna.
(Límt með límkittý)

Þar fyrir utan finnst mér fallegra að hafa hillur þykkar og langt bil á milli þeirra :)



Ég ætla að steypa þykka plötu og setja ofan á en þangað til verður borðið svona.


Góða helgi elskurnar mínar <3








24 May 2016

Uppgerðir gamlir borðstofustólar :)

Óskir rætast!

 Fyrir nokkru fann ég framtíðar-borðstofuborð.
Þá hófst leitin að stólum við borðið.
Hugurinn festist við ákveðna stóla, 
nákvæmlega eins og ég sat á hjá ömmu og afa þegar ég var smávaxin. 
 En eftir árangurslausa leit á netinu gafst ég upp og
 henti inn pöntun á sex nýjum hjá virtri húsgagnaverslun.


Svo var það á næturvakt einni að ég skrollaði á Facebook og sá þessa til sölu.
NÁKVÆMLEGA EINS OG AMMA OG AFI ÁTTU!
 Mínar heimildir segja að þeir hafi verið gerðir af Guðmundi blinda ca. í kringum 1969.
Hann átti Trésmiðjuna Víði og var þekktur fyrir sterka og góða smíði.

Nú voru góð ráð dýr, ég með stóla í pöntun og hef ekkert við tólf stóla að gera, 
fyrir utan hve ólíkir þeir eru svona útlitslega séð.
 En ég tók sénsinn, keypti þá grænu og ákvað að reyna að 
fella niður pöntunina á þeim nýju sem tókst :)

Svo leitaði ég tilboða hjá nokkrum bólstrurum, 
valdi mér efni og kvaddi þá gömlu í 5 daga
 en það var sá tími sem það tók að gefa þeim nýtt útlit.

ÚTKOMAN VARÐ GLÆSILEG!











 Og þar sem ég trúi á ævintýri langar mig að varpa einni spurningu til ykkar.
Eigið þið eða vitið um fjóra svona stóla til viðbótar við mína?
Toppurinn er að eiga fleiri þegar gesti ber að garði.