25 March 2013

Pípuhattur fær hlutverk


Um daginn rétt fyrir Öskudag fór ég með þeirri yngstu í fjölskyldunni
 í Tiger að versla eitthvað sniðugt fyrir fyrrnefndan dag.
 Þá þvældist fyrir mér pípuhattur sem kostaði sama
 og ekkert og dró ég hann með mér heim í búið.  
Til hvers? 
 Jú hann átti að fá nýtt hlutverk,
 að lýsa upp skammdegið í nýja skrifborðshorninu.

Fyrst skundaði ég í Bauhaus og keypti rússaljósa "kitsett" í svörtum lit.
  Kostaði undir 2000 kallinn :)

Svo gerði ég gat í miðjuna með hnífsoddi, passaði bara að gera það ekki of stórt og tróð góssinu í gegn eftir að ég hafði tengt allt við rafmagnið í loftinu

(Auðvitað hafði ég slegið út rafmagnið áður en ekki hvað?)

Til að verja hattinn frá hitanum sem kom frá perunni þá setti
ég fjórfaldan álpappír innan í hattinn ca 7x7 cm og málið leyst!


20 March 2013

Nýjar höldur gera kraftaverk!


Það var eiginlega þannig að ég keypti höldur á tímaritaboxin mín, 
en þegar heim kom fannst mér þær alls ekki passa :(
  ÞÁ asnaðist ég til að bera þær saman við
 gömlu höldurnar á "antik" skápnum mínum og
Á ég að sýna ykkur muninn?

Fyrir
Eftir


 Fyrir
 Eftir

 Fyrir
 Eftir

 Og hér er hann eftir þessa litlu en samt miklu breytingu :)




19 March 2013

Lúinn skermur verður flottur


Þennan lampa hef ég átt lengi, en skermurinn sem var úr pappa
 var orðinn ansi lúinn og rifinn og alveg kominn tími til að endurnýja.....
 sem mér finnst nú ekki leiðinlegt hehe :)
Efnið fann ég í efnaskúffunni minni.  
Ég byrjaði á að rífa pappann utan af einhverskonar plasti sem myndaði skerminn.
Svo sneið ég efnið eftir máli og hreinlega bara límdi það á með hitalímbyssu.  

En ég var ekki sátt við að sjá fráganginn inn í skerminn
 og var á því að henda öllu saman og kaupa nýjann skerm.
ÞÁ datt mér í hug að sætt væri að nota blúnduefni sem
 ég átti til og dekkja þar með hliðarnar.......

 .......og ofan á.  
Nú er ég megasátt með allt saman enda kemur æðisleg birta í gegn um blúnduna.  
Já það er ýmislegt hægt að gera þegar maður er í stuði og það fyrir lítinn pening :)





18 March 2013

Tímaritabox með nýtt útlit


Góðann og blessaðan daginn kæru vinir! 
 Nei nei ég er ekki hætt að setja hér inn, ég er bara búin að vera svo bisssssí
 við að búa til litla home skrifstofu, en nú er ég að sjá fyrir endann
 á því verkefni og ætla að sýna ykkur árangurinn hér smátt og smátt....

 Ég fjárfesti í tímaritaboxum í Ikea (ekki vera hissa hehe).
Þau eru seld tvö saman og er viðurinn ómeðhöndlaður
 svo auðvelt er að bæsa mála eða líma á boxin.

Fyrst bæsaði ég allar hliðar með svörtum bæs frá IKEA!
 Svo málaði ég þær hliðar sem snúa fram á myndinni með svartri vatnsmálningu.
  Eftir u.þ.b. hálftíma pússaði ég yfir með frekar grófum sandpappír....

....svo málaði ég yfir með hvítri vatnsmálningu og pússaði aftur yfir með
 sandpappír alveg þangað til ég fékk þá áferð sem ég var að leita eftir.

Að lokum boraði ég fyrir höldunum og stenslaði stafina :)