Ja hérna, það er aðeins vika í Valentínusardaginn!
Ég sjálf hef nú ekkert haldið uppá þennan dag, en hann hefur samt aldrei farið framhjá mér, enda mikið um dýrðina talað á Facebook og í útvarpinu. Svo mig langar til að sýna ykkur kort sem ég gerði fyrir elskuna mína um daginn, eruð þið ekki til í það?
Ég skrifaði orð í word, prentaði út, plastaði og klippti til. (60
spjöld takk fyrir).
Stærðin sem ég klippti út er 5 x 7,5 cm + plastið
er um 8 x 11 cm.
Að lokum gataði ég alltaf á sama stað á plastinu og
setti spjöldin á hring
sem ég átti nú til í fórum mínum en er líklega til í föndurbúðum.
Það
er líka hægt að líma orðin á spil og láta þá t.d. standa fremst
"52
ástæður hvers vegna ég elska þig".
Þá myndi ég sleppa því að plasta,
annars verður bunkinn svo þykkur ;)
Þetta er hann Ástríkur.
Hann er úr 100% bómull og skrifaði ég falleg orð á
hann með taumerkipenna til kærasta míns.
Ógó rómó thíhí
No comments:
Post a Comment