14 February 2013

Ljósaskermur í sparifötum og IQ


Skermurinn before
Blúnduefnið keypti ég á slikk í kjallaranum í Virku. 
Ég mældi þvert yfir skermagötin að ofan og neðan og tvöfaldaði þá mælingu til að finna út breiddina. Mældi ég svo hæðina á skerminum og bætti við 3-4 cm.
 Hafði ca 1,5 cm í saumfar og sikksakkaði alla enda.
 Best er að nota teyjuspor á saumavélinni ef hægt er.

Að lokum klæddi ég skerminn í hólkinn og penslaði 
yfir hann allan með Mod podge lími til að tryggja að blúndan rakni ekki upp.


Þessa afmælisútgáfu af IQ ljósi keypti ég árið 2003. 
Ég er með ljósaseríu inn í skerminum og læt ljósið liggja ofan á skemli inn í stofu.
  Fallegt birta í rökkrinu.