22 September 2016

Ég breytti Ikea þvottakörfu í borð!

Þið hafið kannski tekið eftir að ég óskaði eftir gömlum
 Ikea þvottakörfum sem ekki eru lengur framleiddar?
Heppnin var með mér og gat ég þá hafist handa.

Ég klæddi grindina úr pokanum og hreinsaði vel
 sem er mikið atriði til að lakkið haldist óskemmt.
Keypti grunn (Primer) lakk frá Slippfélaginu...
 ...og lakkaði eina umferð á alla grindina.

Að lokum spreyjaði ég tvær þunnar umferðir með svörtu lakki,
 líka frá Slippfélaginu.

Ég keypti límtrésplanka í Bauhaus. 
Einn panki sem er 3,8 cm á þykkt og 40 cm á breidd passar á þrjú borð.

Bæsaði með Viðar-bæs.
Þar sem ég valdi Antik-eikar lit þá þurfti ég mun fleiri umferðir
 en ef ég hefði valið svartan.

Að lokum lakkaði ég yfir tvær umferðir.

Ég er svo hrifin af þessu formi.
 Ekki ósvipað Valbjarkarkollinum sem ég sýndi ykkur um daginn :)

Þar sem mér áskotnaðist þrjú borð þá fá tvö að vera náttborð
 og það þriðja fær vonandi annað hlutverk sem ég sýni ykkur síðar
....þ.e.a.s ef ég finn eina þvottagrind í viðbót hehe :)





04 September 2016

Steyputilraun. Einu sinni er allt fyrst!


Stundum þá hef ég löngun til að skapa eitthvað 
en kem mér svo einhvern veginn ekki í gírinn.  
Svo þegar maður byrjar hugsar maður
 "hvers vegna byrjaði ég ekki miklu fyrr, þetta er svoooo auðvelt"!!! 

 Á síðasta ári fór ég og María Mist dóttir mín í Bauhaus.
Erindið var að kaupa sement.  
Eftir langa bið hugsaði ég með mér að það gæti nú ekki verið stórmál
 að finna einn sementspoka en öllu verra var að finna stóra innkaupakerru!  
Við dóum ekki ráðalausar heldur gripum næstu kerru, 
borguðum og keyrðum heim rígmontnar yfir árangrinum.

Ári síðar var komin tími til að steypa! HEHE ári seinna!
Sem betur fer tékkaði ég á innihaldi pokans.
Þá kom í ljós að ég hafði keypt sandpoka! 
Obb obb obb :(

 Á leið minni í bústað fyrir stuttu þá kom ég við í Bykó 
og keypti alvöru sement.

 Ég fékk kærasta minn í lið með mér til að blanda, hræra og setja í mót.

 Ljósakúplana keypti ég hingað og þangað á þessu ári sem var í bið.
Stærsti um 25 cm í þvermál, minnsti ca 14 cm.
Eftir að hafa hrært fjóra hluta sement og tvo hluta vatn
 var ekkert annað en að fylla kúplana og bíða yfir nótt :)

Næsta dag brutum við kúplana og í ljós komu 
fullkomnar þrjár kúlur.
Verkin heita Three balls!

Minnsta kúlan var lakksprautuð.

Hvað ætti ég að steypa næst?