27 February 2013

Sandblástursfilmur

Eldhúsgluggarnir:
Ég er með tvo eldhúsglugga, með fjórum rúðum. 
Hver rúða er um 135 cm há og er filman 40 cm há í allt. 
Ég skildi eftir 1/2 cm bil á hliðunum og á botninum 

 Ef þið eruð ekki með intervideo windvd 5 forrit í tölvunni ykkar er hægt að googla það og niðurhala. Því næst horfið þið á uppáhaldsmyndina ykkar í tölvunni, upp kemur fídus með mynd af myndavél, klikkið á myndavélina þegar þið sjáið það myndbrot sem þið viljið setja í gluggann og þær myndir fara í ramma til hægri. Síðast save-ið þið myndirnar og sendið á það sandblásturfyrirtæki sem þið viljið. Held reyndar líka að hægt sé að koma með sinn eigin dvd disk og láta útfæra og/eða velja úr nokkrum fyrirfram ákveðnum myndum hjá þeim.

 Jebb Línan alltaf skondin :)


 Útidyrahurðin:
 Ég teiknaði upp Óla Prik og skipti honum upp í þrjá glugga. 
Það er 1cm bil á öllum hliðum. Ef breyting verður á heimilismönnum
 er lítið mál að teikna upp bumbuna og fá fyrirtækið til að gera ný. 





25 February 2013

Stafir




Stafir sem ég bjó til handa dóttur minni og fyrir kæra vinkonu mína. 
Ég límdi pappír og ýmislegt skraut á hvíta gipsstafi sem ég
 pantaði úr Scrap-búð erlendis frá.
 Stafirnir eru um 23 cm á hæð og hengjast uppá vegg.
 Það er líka góð hugmynd að teikna stafi á 
spóna eða mdf plötu og saga út með stingsög :o)



Upphaflega voru þessir stafir hvítir en ég málaði þá svarta en
bara að framan og pússaði svo yfir eftir 1/2 tíma með sandpappír.
 Endaði svo á að setja rub-ons skraut yfir.


23 February 2013

Brjóstsykur breytist í sleikjó


María Mist mín bjó til sleikjó um daginn sem tókst líka svona vel. 
Ég fékk að hjálpa smá thíhí :)
 Við gerðum tilraunir með nokkrar bragðtegundir og komumst að því
 að súr er alveg hryllingur en karmellubrjóstsykur bestur hehe..... 

 Við tókum eftir því að kólóverðið er ódýrara á nammibörum
 en í tilbúnum pakkningum.... þ.e.a.s. ef það er laugardagur.
 Nú jæja þá er bara að byrja: 

Fyrst er að raða gossinu ofan á íspinnastöng
 (líka hægt að nota einnta grillpinna)....

 ...svo að setja pinnana ínn í 170°c á undir/yfirhita.
 Hafa plötuna í miðjunni....

  .... og stilla á 5-6 mín, alls ekki lengur annars fer allt að bubbla :( 

 

  Taka þá út og láta kólna á heitri plötunni (hitinn af plötunni klárar bræðsluna).
 Ef brjóstsykurinn rennur af stönginni er lítið mál að setja hann aftur
 ofan á með borðhníf á meðan hitinn er enn í karamellunni.

Svo pakka þeim inn í selló ....

...og setja borða.

Flott hjá stelpunni :))))))

20 February 2013

Kúruteppi



Kúruteppi ca 130x160 cm
Sængin hefur ekki verið tekin fram í stofu eftir að ég bjó til kúruteppi. 
Það geta allir saumað svona teppi, líka byrjendur. 

Þið byrjið á að kaupa flónel efni og vatt, Völusteinn er með mesta úrvalið.
 Þið getið líka beðið konurnar þar um að hjálpa ykkur að velja efnið,
 teppið heitir Raggy minnir mig.  Eins og sjá má þá er ég með nokkuð marga liti,
 en ég held það komi líka vel út að hafa teppið einlitt eða tvílitt t.d. svart og hvítt.

 Klippið eða skerið 248 stk. af 13 cm ferningum og 64 stk. af 22 cm ferningum.
 Síðan gerið þið 124 stk. Af 9 cm vatti og 32 stk af 18 cm vatti. Búið til „samlokur“ þ.e.a.s fyrst flónel svo vatt og aftur flónel. Saumið X með beinum saum frá einu horni til annars á hverjum ferningi fyrir sig, þetta er til að vattið fari ekki á fulla ferð inní ferningnum þegar teppið er í notkun eða þegar verið er að þvo það. Saumið svo saman fjóra liti og einn stóran við hlið hans, aftur fjóra litla og einn stórann o.s.f.v. ( sjá mynd) og hafið saumfarið 2 cm. Ég saumaði eina lengju í einu og svo allar lengjurar saman. Að lokum klippið þið upp að saumfari með ca 2. cm millibili ...ALLT TEPPIÐ. Þvoið og setjið í þurrkara, þannig fæst þessi áferð. Gangi ykkur vel :o)

Bað og Þvottahús



 
Karíus og Baktus.
Ég teiknaði þá á spónaplötu, sagaði eftir útlínunum með stingsög,
 málaði og lakkaði yfir. Skórnir fengust í föndurbúð.

Baðdrotting sem ég gerði fyrir langa löngu.

Óvenjulegar "baðmottur" frá Ikea.
 
 http://www.ikea.is/products/18416

Baðbakkar, annar orginal en hinn bæsaði ég dökkann og lakkaði.
Það er nú bara þessi dökki sem er í umferð hehe :)

Baðhillur í sama stíl.

 
Tvær skúffueiningar hlið við hlið á hjólum svo auðvelt er að þrífa undir. 
Ég prentaði út merkingar á hverja skúffu,
 enda lífsins ómögulegt að muna hvar hlutirnir eru geymdir (ellin að segja til sín).

http://www.ikea.is/products/679

Greinar sem ég keypti ég á sínum tíma í Salthúsinu
 (held að Penninn sé að selja þetta núna).
 Til í mörgum litum. Þær eru úr plasi og er það undir hverjum og einum komið
 hvernig þær eru tengdar saman og í hvaða tilgangi þær eru notaðar.
 Ég hef þær sem skartgriptré :o)

Tunna sem gegnir því hlutverki að halda utan um wc pappír.
Merkinguna setti ég sjálf á.

http://www.ikea.is/products/10466

Upphengjanlegar snúrur í loftið er góð hugmynd fyrir lítil þvottahús. 
https://www.byko.is/heimilisvorur/hreinsivorur/thvottur/vnr/12027

Eitt það sniðugasta sem ég hef keypt er þessi blái kolkrabbi frá Ikea
 en á hann hengi ég allt smálegt eins og sokka, borðtuskur og fl.
 http://www.ikea.is/products/13946

Hluti af þvottahúsinu mínu.
 Tveir eldrauðir skápar og er þessi efri lyfjaskápur heimilisins.
 Það er ekki mikið gólfpláss svo ég hengdi upp þrjá stóra skápa 
á einn vegginn sem ná upp í loft (glerskáparnir).

Náðarhús Tuma er þannig í laginu að það er tilvalið í hornið á þvottahúsinu.

18 February 2013

Gullmolabók

Ég hef safnað því fyndnasta og skemmtilegasta sem börnin mín hafa látið út úr sér
 (aðallega María Mist) og sett í bók sem ég kalla Gullmolar :o)






Bókina fékk ég í bókabúð, svo prentaði ég út gullmolana, límdi í bókina
og skreytti með rub-ons sem ég átti í scrap dótinu mínu.
Fyndnasta bók "ever" segir María Mist mín :D


17 February 2013

Glært afmælisalbúm


Albúm sem ég bjó til handa "litlu" dóttur minni, en innihaldið
 eru afmælisdagar foreldra hennar, systkina og þeirra börn :o)














Glerkertastjakar og snæri


Það rann á mig eitthvað æði um daginn.
Ég vafði og vafði utan um glerílát fyrir kerti eins og enginn væri morgundagurinn.
Hér ætla ég að sýna ykkur nokkrar útgáfur ....

 Ég vafði fíngerðu snæri sem ég keypti í Verkfæralagernum
 (líka til í byggingarvöruverslunum og Ikea) utan um minni vasann. 
Klippti svo til lítinn filterdúk og setti í botninn á stóru skálinni
 því botninn er ekki alveg sléttur. Líka fallegt að setja skrautsand eða steina.

 Skrautið fæst í blómabúðum í mörgum litum og útgáfum.
Því tróð ég á milli vasanna.

Hér er linkurinn af vösunum
http://www.ikea.is/products/11252



Einu sinni, árið sautjánhundruð og súrkál, keypti ég mörg lítil glös
 í Ikea sem ég notaði sem kertastjaka í fermingarveislu. 
 Svo fyrir nokkru tók ég þau fram til að nýta þau í eitthvað.
 Ég átti einhvern helling af afgangsútsaums-garni sem ég vafði utan um glösin.
 Bara nokkuð sátt sko :o)



 Þennan held ég mikið uppá :) 
 
Svo komu jólin og glösin fóru í hátíðarskap

 Mynd tekin að degi til....

....og mynd tekin í rökkrinu.
Ég bæsaði viðinn svartann og aftur fór ég í Verkfæralagerinn til að versla snæri.
 Hehe fastakúnni á ferðinni :)