07 October 2014

Smádótahirsla úr kertastjaka og glerskál


Ég sá einhvern tímann sniðuga útfærslu af smádótahirslu 
sem samanstóð af glerskál og kertastjaka.  
Auðvitað hentist ég í að klambra saman einum svoleiðis.




Kertastjakann og skálina átti ég til,
en hvoru tveggja fæst í Ikea.
Límið (mosaik lím) fékk ég í Föndru.

Ég setti lím ofan á kertastjakabrúnina og glerið ofan á.  
Það tók nóttina að límast saman.

En þegar allt var þornað fannst mér svo ljótt að sjá límið í gegn um glerið
 svo ég brá á það ráð að klippa niður gamlan blúndudúk,
 leggja hann ofan í skálina og pensla yfir með MOD PODGE möttu lími 
sem einnig fæst í Föndru.  Passa bara að ekkert fari út fyrir efnið.  



 Og af því að jólin nálgast þá er þessi hirsla tilvalin til jólagjafa fyrir unglingsstúlku.
Dóttir mín 13 ára er með þessa inni hjá sér fyrir
 skartgripi en langar í aðra fyrir snyrtidót.
Kæmi líka vel út á baði :)

No comments:

Post a Comment