Já ekki er nú öll vitleysan sagði kæró við mig í vor
þegar ég sagði honum að ég hefði augastað á fallegum pottofni
sem mig langaði til að hafa í stofunni, en ótengdan....bara skraut!
En eins og alltaf þá fylgir hann mér í hverri vitleysunni
á eftir annari og við brunuðum af stað í sveitina með pottofn
í skottinu til að láta sandblása hlunkinn.
Hann fengum við á slikk á Blandinu en við gerðum okkur engan
veginn grein fyrir því að flykkið vegur einhver 80-100 kg.
En það var ekki aftur snúið því þegar ég bít eitthvað í mig
þá verð ég að framkvæma, fyrr verð ég ekki í rónni.
Svona var ofninn.....hvítur og margmálaður.
Hér er búið að sandblása hann, en við það fer öll málning af.
Ofninn stóð úti í allt sumar, þá ryðgaði hann hressilega,
en það var akkúrat það sem ég var að leitast eftir :)
Eftir sumarið tók ég hann inn og við tók lökkun.
Seinlegt verk, enda margir rimlar en þrælskemmtilegt :)
Ég notaði matt lakk.
Falleg áferð eftir eina umferð svo ég lét hana bara duga.
Svo fallegur...að mínu mati :)
Smellpassar!
þú ert engri lík frábæra mín
ReplyDeleteGlæsilegt :)
ReplyDelete