15 October 2014

Þetta smáa gerir oft gæfumuninn (1)


Ég er ekki glysgjörn fyrir fimm aura
og alls ekki fyrir gull, bleikt né fjólublátt hehe.
En það sem kemur inn fyrir mínar dyr þykir mér ótrúlega vænt um 
og er valið af kostgæfni....finnst mér.

Ég skal sýna ykkur hvað mér þykir vænst um:

 Styttuna fékk ég einu sinni í Ikea.
  Þá var líka hægt að kaupa stiga í sama stíl 
og dauðsé ég núna eftir að hafa ekki keypt hann.
Vasinn fékkst líka þar og límdi ég þrjár rendur með
 skrautlímbandi til að hann tolli í tískunni :)

Þessi rataði heim til mín frá Kolaportinu.
Skemmtilega röff gaur!

Gjafir frá kæró í sama stíl.

Þessa tvo keypti ég í Prag.

Eigum við eitthvað að ræða það hvað hún er falleg skálin?
Fæst í Líf og list, Modern og fl.stöðum.

Blómavasakarfan mín fékkst í Tekk vöruhús.

Mynd sem Bryndís Svavarsdóttir kona pabba míns málaði og gaf okkur.

 Kertastjaki sem hefur sérstaka meiningu fyrir mig
 og er ég svaka glöð að eiga mynd af þessum grip 
því kötturinn minn stútaði honum um daginn :(

Myndina og rósina gaf kæró mér.
Heppin ég :)

Styttuna gerði og gaf María Mist mín mér.
Myndina bjó Sigurður Bragi minn til þegar hann var í Öskjuhlíðarskóla.
Fátt dýrmætara en eitthvað eftir börnin.

 Órói sem Sigurður Bragi teiknaði og sagaði út þegar hann var lítinn :)

Þennan snaga seldi Innlit mér.

Langi Mangi og bangsinn....gjafir frá kæró.

Kertastjaki sem ég og kæró keyptum í London en ég vafði utan um glösin sjálf.

 Glerbox frá Myconceptstore sem geymir ljósmyndabók sem ég bjó til.
Kertastjakana skreytti ég, glasamotturnar eru gjöf frá vinkonu,
 leirkrúsin er gerð af þeirri yngstu og plattinn undir er gjöf frá eldri dótturinni :)

 Glerbox frá Tekk.
Bangsann hef ég átt í 45 ár takk fyrir!
Slaufuna sem hann er með bjó ég til.

Yddari sem Kristján minn hefur átt í fjölda ára, 
ekkert ósvipaður og var í kennslustofunni í mínum barnaskóla :)




No comments:

Post a Comment