13 October 2014

Nýtt "look" á viðarstólum og hillu


Fjölskyldan mín er ekki óvön því að þurfa að sitja þröngt
 á leið í bústað eða jafnvel að fara á öðrum bíl 
vegna plássleysis þar sem húsfrúin hefur fyllt farartækið
 af allskonar "drasli" til föndurgerðar í fríinu.
Í sumar var vörubretti tekið með og þessir stólar sem ég ætla að sýna ykkur hér:

Allt er breytingum háð er mottóið mitt og fannst mér kominn tími á stóla
 sem hafa verið í minni eigu lengi en einhvern veginn ekki fittað inn lengur.
Fyrst var að skrúfa fætur undan, þrífa stólana vel með sápu og....

.....mæla hvar ég vildi láta litinn enda.  
Þá límdi ég með málningarlímbandi á það svæði sem ég vildi afmarka.
Ég grunnaði fyrir ofan límbandið með spreyi, einnig hliðarnar og bakið.
 Þá var ekkert eftir nema að spreyja með svörtu lakki, hálfmöttu.....tvær umferðir.  

Allt er gott sem endar vel.


 Ég ætla líka að sýna ykkur látlausa Lack-hillu frá Ikea, minnstu gerðina.
Hana hef ég á gólfi undir lampa en langaði að poppa
 hana aðeins upp enda líflaus með eindæmum.

Eins og svo oft áður þá notaði ég einnota dúka, 
en í þetta sinn þá hafði ég litina tvo.....svart og túrisblátt.
Penslaði yfir með Pod líminu góða, leyfði því að harðna og klippti til.

 Setti eina rönd af Ikea skrautlímbandi og TILBÚIÐ!

 Hver segir svo að hilla þurfti á vera á vegg? 
Kemur líka mjög vel út á gólfi :)






No comments:

Post a Comment