Eitt af því sem nær athygli mína í svona innanhússtússi
er þegar ég fæ að sjá uppröðun húsgagna.
Og nú langar mig til að leyfa ykkur að svipast inn í mína stofu,
en allt er breytingum háð hjá svona fíkli eins og mér
og hver veit nema nýtt look verði komið eftir nokkra daga eða vikur?
Séð inn í eitt hornið og.....
.....séð í hitt hornið.
Takið eftir mottunni.
Hana keyptum við í Ikea, svokallað lágt floss.
En eftir nokkra mánuði gáfumst við upp því hana þurfti að ryksuga 2x
á dag enda svört og hvít og ALLT lauslegt á gólfi virtist rata á mottuna.
SVOOO við snerum henni einfaldlega bara á hvolf
og hún er eins og sniðin fyrir rýmið hehe :)
Borðið gerði ég úr vörubretti og sófinn er frá
Egó Dekor og er með stillanlegum höfuðpúðum.
Tölvuborð (Ikea) sem við notum sem hliðarborð við sófann
svona til að geta lagt frá okkur fjarstýringar, tölvu og fl. :)
Strauborðið hans Kristjáns sem er yfir aldargamalt
er núna notað undir skrautmuni.
Sérstök afmælisútgáfa að IQ ljósi er ofan á því sem og
vínstandur frá Minju og rugguhestur frá Hagkaup.
Barbapapafjölskyldan samankomin á gólfinu sem
ég og dóttir mín gerðum úr fjörugrjótum.
Strikamerkið er frá Epal og hrafninn líka.
Tumi á einn fallegasta kúrustað í heimi ofan á Bullukolli
sem ég útbjó úr rauðri gæru og gömlu lágu borði frá Ikea.
Séð inn í eldhúsið.
Svo sem ekkert um það að segja,
hef átt stólana lengi og lét yfirdekkja fyrir mörgum árum
og borðið er frá Boconcept.
Listaverkið keyptum við Kristján í London og er eftir Banksy.
Pottofninn sem ég sýndi ykkur fyrr á dögunum
kemur vel út fyrir neðan fuglabúr með kertum.
Þennan fengum við í Ilva.
Og við endum þessa heimsókn á sjónvarpsveggnum.
Nær allt sem ég hef sýnt ykkur núna hef ég komið með
áður á síðuna svo nú er bara að bakka og rifja upp ;)
Fallegt heimili og listrænt sem þú átt Árný. Gaman að sjá þessar myndir. Bullukollurinn (og kisa) er í miklu uppáhaldi hjá mér og svo auðvitað allt hitt!
ReplyDelete