Munið þið þegar ég "filmaði" eldhúsinnréttinguna mína svarta?
Þá fannst mér gráu flísarnar á milli skápanna of dökkar
en hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi setja í staðinn.
Nú en eins og svo oft áður þá fann ég lausn sem ég er bara mjög sátt við :)
Ég ákvað af veggfóðra yfir flísarnar.....
....os sá sko ekki eftir því!
Veggfóðrið fékk ég í Litaveri.
Akkúrat það sem ég var að leita eftir, svona "hrátt" útlit.
En yfir í annað!
Um daginn átti ég afmæli jíbbíjei!
Ég fékk margar flottar gjafir þar á meðal
nýja myndavél frá kæró sem hefur verið lengi á óskalista.
Svo eftir ljósmynda-námskeið sem krakkarnir gáfu mér munu myndirnar
á þessari síðu vera mun flottari en þær eru í dag :)
Ég fékk líka ótrúlega flotta blaðagrind frá krökkunum sem er frá Hrím,
svo framvegis fá hýbýlablöðin að vera sjáanleg, ekki ofan í skúffu eins og áður :)
Það eru ekki bara börn sem hafa gaman af leikföngum nei nei nei!
Ég kolféll fyrir þessum sparkbíl og lét það eftir mér að kaupa einn slíkann.
He he ein fullorðin keypti sér leikfangabíl til skrauts
fyrir gjafabréf frá vinnufélögunum :)
Að lokum langar mig að sýna ykkur fallegt ljós frá Bykó úr kopar,
en í stað þess að hengja það upp þá læt ég það liggja á borði í stofunnni.
EN......
það allra síðasta sem ég sýni ykkur er góð lausn á rými
sem myndast oft á bak við sófa.
Hér hef ég hengt upp Lack-hillu frá Ikea rétt fyrir neðan sófabrún.
Það er líka oft vöntun fyrir skrautmuni :)
No comments:
Post a Comment