Sú gamla var orðin 12 ára og kjellan alveg komin upp í kok af kremaða litnum.
Þá var bara að bretta upp ermar og hefjast handa við að fá nýtt útlit fyrir lítinn pening.
Enso í Skeifunni seldi mér filmuna.
Litaúrvalið þar er stórkostlegt en ég var ákveðin í upphafi að hafa innréttinguna svarta.
Það er mikið atriði að hreinsa vel áður en byrjað er.
Það er mikið atriði að hreinsa vel áður en byrjað er.
Fyrst með sterkri blöndu af t.d. Ajax og svo óblandað hreinsiefni (sjá mynd)
sem Enso seldi mér og tekur alla fitu af yfirborðinu.
Það er hætta á að filman festist illa á ef ekki er hreinsað vel.
Öll innréttingin var plastlögð með beyki á köntunum.
Filmaði ég plastið en leyfði beykiköntunum að njóta sín.
Það er eiginlega möst að eiga skurðarmottu og skurðarhníf fyrir svona verkefni.
Ég hefði allavega ekki nennt að klippa allt niður með skærum.
Svo þarf maður líka að eiga fóðraða sköfu til að þrýsta filmunni niður með.
Sjá bakhlið skáps en filman nær ca 2-3 cm inn fyrir.
Sjá bakhlið skáps en filman nær ca 2-3 cm inn fyrir.
Fyrir og.....
....eftir.
Glerið efst uppi sem nær
á milli glerskápanna er með lýsingu á bak við.
Falleg lýsing í rökkvinu sem gerir eldhúsið soldið öðruvísi.
Ein svona "fyrir mynd" af neðri einingunni.
Skúffurnar tilbúnar :)
Allar framhliðar af, gamla borðplatan líka og....
....ný hvít borðplata sett á í staðinn
Auðvitað fékk gamli vaskurinn að fjúka fyrir.....
....þennan nýja.
Sú gamla
varð hreinlega sem ný fyrir um 15.000 kr.
Borðplöturnar keypti ég á lagersölu í Ikea og
og líka vaskinn.
Mér finnst reyndar flísarnar ekki lengur passa svo ég lét saga til stálplötu.
Hún er nú úti á svölum og fær að veðrast þar og ryðga.
Þá lakka ég vel yfir með glæru lakki og set á milli :)
Hver sem er getur filmað.
Það eina sem þarf að eiga í farteskinu er hreinsiefni,
sköfu, skurðarbretti, skurðarhníf og SLATTA af þolinmæði.
EF loftbólur myndast ráðlegg ég ykkur að bíða í ca viku með að stinga á þær.
Efnið nefnilega "andar" og hverfa loftbólurnar í flestum tilfellum.
Ef þær afur á móti gera það ekki skal stinga á með títiprjón og þrýsta niður með fingurgómum.
Þetta er eins og nýtt eldhús. Snillingur ertu. :)
ReplyDelete