04 October 2015

Löngu gerðir hlutir ....í þrennu :)

Síðasta færsla frá mér (filmuð eldhúsinnrétting) sem var nú ekkert slor, 
setti margt annað á frest eins og að henda inn eldri unnum verkum.
Nú er smá pása á milli verka hehe ;)


Eldhúsborð sem ég gerði upp á einni klukkustund eða svo.
Aðalvinnan var að ná drullunni af enda var borðið búið að þvælast um allar trissur
 þar til það endaði í Góða Hirðinum og komst svo undir mínar hendur.

Hókus pókus
hvít filma og málið dautt!

Hefði viljað hafa tekið mynd af þessu slökkvitæki "before" 
en ég steingleymdi því!
En ég sem sagt fann það úti í einum af okkar sunnudagsbíltúrum í sumar.
Það er yfir 30 ára gamalt.
Eftir hreinsun þá límdi ég póstkort frá Línu Rut á kútinn og núna
 er þetta eitt af mínu uppáhalds hlutum.
Það þarf ekki mikið til thíhí ;)

 Korktafla sem ég fann eins og svo margt annað í þeim Góða 
var breytt í .......

....vikuplanstöflu!
Ég málaði korkinn og rammann, 
klippti niður sjálflímandi krítartöflu sem fæst í Tiger 
og skrifaði dagana með krítartússi :)

No comments:

Post a Comment