30 December 2015

Gleðileg jól :)


Ég hef aldrei verið eins sein að skreyta eins og þessi jól.
En betra er seint en aldrei.
Er reyndar orðin ofboðslega leið á gamla skrautinu,
 þessu einnota æ skiljiði?
 Því hef ég verið dugleg að kaupa nýtt þegar það fer á helmings afslátt :) 


Þessi smái hefur fylgt mér frá því ég var oggu oggu lítil, 
svona hálfgerður verndargripur jólanna :)

Krúttleg aðventukerti frá Bónus.

Box frá Rúmfó.....

....en ég er hrifnust af glerkrukkunum frá Ikea til að hýsa mínar smákökur ;)

Þennan gerði ég fyrir fyrir ótal mörgum árum.

Var nú að hugsa um að láta þetta jólatré duga.....

....en lét undan þrýstingi og setti upp fallega svarta jólatré mitt.
  Enda hefðu gjafirnar ekki komist undir hitt hehe :)

Einn bætist við á hverju ári frá þessari fjölskyldu.

Þessi voru ættleidd frá Rúmfatalagernum :)

Verk eftir mig t.h. 
Er alveg afskaplega hrifin af jólasveinum 
með stórar húfur eins og parið í miðjunni

Hugljúf mynd á skjánum og kósý í kring.

Fjallmyndarlegur þessi ;)

 Hr Krúttmundur í öruggri hönd :)

Gleðilega hátíð öll sömul og takk fyrir liðna tíma <3










No comments:

Post a Comment