16 October 2014

Þetta smáa gerir oft gæfumuninn (2)


Hér kemur framhald af færslunni frá því í gær ;)

Vínflöskustandur sem fæst í Minja og Dogma.
Rugguhestinn fékk ég í Hagkaup.

 Kertastjakinn minn fallegi frá Heima.

Kaffibollar í dag, kertastjakar áður ;)

Fjörusteinar enduðu sem Barbapapafjölskylda.
Home-made af mér og Maríu Mist minni .


Krúttleg mynd sem Sigurður Bragi minn
 teiknaði þegar hann var yngri og ég lét ramma inn :)

 Gjöf frá mér til kæró.
Fæst í Húsgagnahöllinni.

Æði sem ég fékk á sínum tíma að saga út og mála.
Karíus og Baktus.

Kertastjaki sem ég freistaðist til að kaupa í Átján rauðum rósum.
Kertið bjó ég sjálf til og engillinn fékkst í Hagkaup.

 Uppáhaldið mitt....gjöf frá kæró ;)

Trúður í eigu Kristjáns míns

Kökustandur frá Rúmfatalegernum.
Ég límdi einnota dúkaefni í botnana og er með skartgripi og snyrtidót ofan í :)

 Baðdrottning gerð af mér.

 Ættatré gert af Bryndísi konu pabba míns :)


Tröllatær prýða forstofuna.

Heimskort úr nokkurskonar filtefni svo hægt sé
 að pinna þá staði sem maður hefur heimsótt.
Við hlið þess er gömul mynd af mér og önnur af ömmu minni og afa.

Rammi í dag, spegill áður.
Keypt í Rúmfatalagernum.
  Ég spreyjaði hann og pússaði upphleypta skrautið á honum.
Skrautlímband frá Ikea setti ég á hillu sem er líka frá Ikea. 
Stytturnar fengust einu sinni í Next.



 Sýni ykkur meira seinna elskurnar.
Góða helgi :)
















15 October 2014

Þetta smáa gerir oft gæfumuninn (1)


Ég er ekki glysgjörn fyrir fimm aura
og alls ekki fyrir gull, bleikt né fjólublátt hehe.
En það sem kemur inn fyrir mínar dyr þykir mér ótrúlega vænt um 
og er valið af kostgæfni....finnst mér.

Ég skal sýna ykkur hvað mér þykir vænst um:

 Styttuna fékk ég einu sinni í Ikea.
  Þá var líka hægt að kaupa stiga í sama stíl 
og dauðsé ég núna eftir að hafa ekki keypt hann.
Vasinn fékkst líka þar og límdi ég þrjár rendur með
 skrautlímbandi til að hann tolli í tískunni :)

Þessi rataði heim til mín frá Kolaportinu.
Skemmtilega röff gaur!

Gjafir frá kæró í sama stíl.

Þessa tvo keypti ég í Prag.

Eigum við eitthvað að ræða það hvað hún er falleg skálin?
Fæst í Líf og list, Modern og fl.stöðum.

Blómavasakarfan mín fékkst í Tekk vöruhús.

Mynd sem Bryndís Svavarsdóttir kona pabba míns málaði og gaf okkur.

 Kertastjaki sem hefur sérstaka meiningu fyrir mig
 og er ég svaka glöð að eiga mynd af þessum grip 
því kötturinn minn stútaði honum um daginn :(

Myndina og rósina gaf kæró mér.
Heppin ég :)

Styttuna gerði og gaf María Mist mín mér.
Myndina bjó Sigurður Bragi minn til þegar hann var í Öskjuhlíðarskóla.
Fátt dýrmætara en eitthvað eftir börnin.

 Órói sem Sigurður Bragi teiknaði og sagaði út þegar hann var lítinn :)

Þennan snaga seldi Innlit mér.

Langi Mangi og bangsinn....gjafir frá kæró.

Kertastjaki sem ég og kæró keyptum í London en ég vafði utan um glösin sjálf.

 Glerbox frá Myconceptstore sem geymir ljósmyndabók sem ég bjó til.
Kertastjakana skreytti ég, glasamotturnar eru gjöf frá vinkonu,
 leirkrúsin er gerð af þeirri yngstu og plattinn undir er gjöf frá eldri dótturinni :)

 Glerbox frá Tekk.
Bangsann hef ég átt í 45 ár takk fyrir!
Slaufuna sem hann er með bjó ég til.

Yddari sem Kristján minn hefur átt í fjölda ára, 
ekkert ósvipaður og var í kennslustofunni í mínum barnaskóla :)




13 October 2014

Nýtt "look" á viðarstólum og hillu


Fjölskyldan mín er ekki óvön því að þurfa að sitja þröngt
 á leið í bústað eða jafnvel að fara á öðrum bíl 
vegna plássleysis þar sem húsfrúin hefur fyllt farartækið
 af allskonar "drasli" til föndurgerðar í fríinu.
Í sumar var vörubretti tekið með og þessir stólar sem ég ætla að sýna ykkur hér:

Allt er breytingum háð er mottóið mitt og fannst mér kominn tími á stóla
 sem hafa verið í minni eigu lengi en einhvern veginn ekki fittað inn lengur.
Fyrst var að skrúfa fætur undan, þrífa stólana vel með sápu og....

.....mæla hvar ég vildi láta litinn enda.  
Þá límdi ég með málningarlímbandi á það svæði sem ég vildi afmarka.
Ég grunnaði fyrir ofan límbandið með spreyi, einnig hliðarnar og bakið.
 Þá var ekkert eftir nema að spreyja með svörtu lakki, hálfmöttu.....tvær umferðir.  

Allt er gott sem endar vel.


 Ég ætla líka að sýna ykkur látlausa Lack-hillu frá Ikea, minnstu gerðina.
Hana hef ég á gólfi undir lampa en langaði að poppa
 hana aðeins upp enda líflaus með eindæmum.

Eins og svo oft áður þá notaði ég einnota dúka, 
en í þetta sinn þá hafði ég litina tvo.....svart og túrisblátt.
Penslaði yfir með Pod líminu góða, leyfði því að harðna og klippti til.

 Setti eina rönd af Ikea skrautlímbandi og TILBÚIÐ!

 Hver segir svo að hilla þurfti á vera á vegg? 
Kemur líka mjög vel út á gólfi :)






08 October 2014

Stofan mín frá öllum sjónarhornum


Eitt af því sem nær athygli mína í svona innanhússtússi
 er þegar ég fæ að sjá uppröðun húsgagna.
Og nú langar mig til að leyfa ykkur að svipast inn í mína stofu,
 en allt er breytingum háð hjá svona fíkli eins og mér
 og hver veit nema nýtt look verði komið eftir nokkra daga eða vikur?

Séð inn í eitt hornið og.....

.....séð í hitt hornið.
Takið eftir mottunni. 
 Hana keyptum við í Ikea, svokallað lágt floss.
En eftir nokkra mánuði  gáfumst við upp því hana þurfti að ryksuga 2x 
á dag enda svört og hvít og ALLT lauslegt á gólfi virtist rata á mottuna.  
SVOOO við snerum henni einfaldlega bara á hvolf
  og hún er eins og sniðin fyrir rýmið hehe :)

Borðið gerði ég úr vörubretti og sófinn er frá 
Egó Dekor og er með stillanlegum höfuðpúðum.

Tölvuborð (Ikea) sem við notum sem hliðarborð við sófann 
svona til að geta lagt frá okkur fjarstýringar, tölvu og fl. :)

Strauborðið hans Kristjáns sem er yfir aldargamalt 
er núna notað undir skrautmuni.
Sérstök afmælisútgáfa að IQ ljósi er ofan á því sem og
 vínstandur frá Minju og rugguhestur frá Hagkaup.
Barbapapafjölskyldan samankomin á gólfinu sem
 ég og dóttir mín gerðum úr fjörugrjótum.
Strikamerkið er frá Epal og hrafninn líka.

Tumi á einn fallegasta kúrustað í heimi ofan á Bullukolli
 sem ég útbjó úr rauðri gæru og gömlu lágu borði frá Ikea.

Séð inn í eldhúsið. 
Svo sem ekkert um það að segja,
 hef átt stólana lengi og lét yfirdekkja fyrir mörgum árum
 og borðið er frá Boconcept.

Listaverkið keyptum við Kristján í London og er eftir Banksy.
Pottofninn sem ég sýndi ykkur fyrr á dögunum
 kemur vel út fyrir neðan fuglabúr með kertum.



Þennan fengum við í Ilva.

Og við endum þessa heimsókn á sjónvarpsveggnum.
Nær allt sem ég hef sýnt ykkur núna hef ég komið með
 áður á síðuna svo nú er bara að bakka og rifja upp ;)