Ég fer stundum í Góða hirðinn í Fellsmúla.
Fæ alveg jafn mikið út úr því eins og að fara á kaffihús,
frábært mannlíf af allskonar fólki í misjöfnum erindagjörðum.
Í vetur fann ég tvo litla skerma.
Þeir kostuðu slikk og ég keypti þá án þess að hafa
hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við þá ;)
Svoooo komst smá gló í kollinn minn og út spratt frábær hugmynd.
Að setja sprittkerti ofan í vínglös og skermana yfir!
Gömul hvítvínsglös fundust í "spariskápnum"......
.......ég fann líka smá blúnduafganga, lagði ofan á fætur og penslaði yfir með lími.
Þá var komið að skermunum sjálfum.
Ég reif ytri borðana, þá komu í ljós innri borðar sem fengu líka að fjúka :)
Því næst málaði ég yfir skermana með svörtum lit og þurrkaði strax yfir.
Það sést ekki vel á myndunum en við þetta fékk ég flottan blæ
sem átti eftir að passa vel við borðanan sem ég setti á síðar.
Hér er ég búin að líma einhverskonar borða sem fékkst í Virku í sárið,
batt silkiborða yfir efnið oooog .......
......lagði skerminn yfir glasið og.....
.......tilbúnir!
Verst að ég get ekki sýnt ykkur hve falleg birta
kemur þegar kveikt er á kertunum :)
Það er svo mikið í þig spunnið Árný mín.
ReplyDeleteTakk fyrir það ;)
ReplyDelete