27 July 2014

Annað brettaborð, en núna bara lítið


Það er alveg með ólíkindum hvað maður getur dregið sumt á frest!
Munið þið þegar ég gerði sófa-brettaborðið? (sjá færslu frá því í febrúar 2013)
Þá var ég komin með eitt lítið í geymsluna
 en kom mér ekki til að gera neitt við það
 fyrr en núna í sumar þegar ég fór í bústað.
 Þá tók ég brettið með mér og dundaði mér við
 að pússa og var bara enga stund að því ;)
Reyndar endurheimtaði "litla" dóttlan gamla herbergið sitt
 og var það hvati til að klára verkið.


Ég notaði nákvæmlega sömu aðferð og á fyrra borðinu
 nema að ég notaði lítinn juðara,
 þennan með þríhyrndum sandpappír.

 Ég málaði brettið með svarti innanhússmálningu, festi dekkin undir og ......


.....stenslaði setninguna "Je t'aime abeille Maya"
 sem þýðir "ég elska þig Maja býfluga",
en býfluga er gælunafnið hennar hér innan veggja heimilisins  hehe ;)



Sko, þetta er ekki meira mál en svo að það tók enga stund í framleiðslu
.....þegar ég kom mér í gírinn :)






No comments:

Post a Comment