29 July 2014

Enn einn skermurinn fær upplyftingu


María Mist átti lampa sem fór alltaf í mínar fínustu vegna þess hve ber mér þótti hann.
  Þá var ekkert annað að gera en að breyta honum þar til hann féll mér í geð :)

Svona leit lampinn út fyrir breytingu.

Ég mældi hve mikið blúnduefni ég þurfti og myndaði hring. 
 Þá tyllti ég efninu saman og klæddi skerminn í.
  Engin saumavél ;)

Penslaði brúnirnar með Mod Plodge lími.....


...og þegar límið þornaði leit þetta svona út.

 Virka seldi mér svona spaghetti-blúndu sem ég límdi á neðri brúnina....

og aðra á efri brún.

 Ég elska þegar ég finn hlutverk fyrir litlu hlutina.
Sigrún dóttir mín gaf mér þessa herramenn til að merkja vínglös 
en þeir fá að klifra upp lampann þangað til næsta partý verður ;)


Vitiði að ég og María Mist erum MEGA sáttar við nýja lampann :)
Takið eftir náttborðinu! 
Okkur fannst hvíti litur borðsins ansi líflaus.  
Á útsölu Ikea fékkst þessi diskamotta úr plasti
 sem smellpassaði ofan á og nú er heildarlúkkið "móðins"





1 comment: