12 June 2014

Vifta með Retro útlit!


Eruð þið ekki að kafna úr hita?
Við hjónaleysin vinnum oft næturvaktir og þurfum að sofa á daginn
 þegar sólin skín beint inn um gluggann. 
 Þá er hitinn oft óbærilegur.
En hingað til hef ég ekki fundið fallega viftu, sem mér finnst
 vera mikið atriði þar sem þetta er jú mubla í mínum huga. 
En í gær ætlaði ég að láta útlitið lönd og leið fyrir notagildið, 
arkaði í Elko og hvað haldið þið að hafi beðið mín?
 Vifta með Retro útlit!

Nú hef ég sett hana saman og er þetta líka ánægð :)
Hún er úr stáli, hefur þrjár hraðastillingar og snúning,
 mjög hljóðlát og kostaði bara 6900 kr! 






Langaði að deila þessu til ykkar sem eruð að spá í að fjárfesta í einni slíkri ;)

No comments:

Post a Comment