05 May 2013

Ljós úr garni



Fyrirgefið mér hvað ég er sein að koma þessu inn á bloggið.
  Alltaf svo mikið að gera hjá minni ..... við að gera ekki neitt!
Það eru sem sagt nokkrir dagar síðan ég kláraði heimasætuljósið úr garni.
Skemmtilegt verkefni og útkoman frábær!

Það fór smá tími í að finna sterkar blöðrur og hnöttóttar,
 en tókst að lokum þegar ég rambaði inn í Partýbúðina.
  Þar fékk ég þrjú stykki í poka á um 600 kr og það sem er hentugast
 er að það er teyja á blöðrunni til að auðvelda mér að hengja hana upp til þerris.
 
 Uhhh sko....
 hægt er að kaupa tilbúið stífelsi í föndurbúðum,
 en gallinn er að þá þarf maður mikið magn,
eitthvað um tvo svona brúsa og efnið er ekki ókeypis!

Svo ég bjó bara til límið sjálf en þið getið líka nota veggfóðurslím.
Í uppskriftina þurfið þið:
1 bolla Corn Starch (fæst í Kosti)
1 bolla trélím
1 bolla hveiti
1 og 1/2 bolla vatn 
1 tsk salt
Öllu hrært vel saman, best að nota þeytara.

 Rúmfatalagerinn seldi mér svo garn og dugar
 ein dokka í eitt ljós sem er um 120 cm í ummál

Ég notaði djúpt ílát (skúringafötu) því verkið er subbulegt
 og bleytti svo vel í garninu!

Og þá er bara að byrja!
Fyrst makaði ég smá vaseline á blöðruna til að auðvelda
mér að ná henni innan úr þegar allt er þornað.

 Batt hnút ......

 .... og byrjaði að vefja og .....

...og vefja ...

 ...og vefja ...

...hring eftir hring...

 ...og endaði á að binda hnút. 

Ég sá á netinu að sumir gera ráð fyrir opi með því að 
teikna hring á blöðruna nógu stórann til að hendi
 komist inn í þegar skipta þarf um peru,
 en það er soldið vandaverk að vefja þannig að ekki fari garn yfir opið,
svo ég bara hreinlega togaði garnið til í lok verksins.

  Reyndar eru þær blöðrur sem ég keypti í Partýbúðinni með stóra totu á endanum sem ég vafði bara í kring um.  Æ soldið erfitt að útskýra en það segir sig sjálft þegar þið eruð búin að blása upp þessa tiltekna tegund af blöðrum :)

 Ég var svo heppin að finna krók í loftinu sem fékk
það hlutverk að geyma listaverkið í einn sólarhring.

 Eftir sólarhring var mér óhætt að losa blöðruna frá
 garninu og notaði ég skaft á skeið til verksins.

 
Blaðran dregin út um gatið.
Ég endaði á að spreyja með svörtu lakki,
 fannst það fallegra því hvíta límið gerði garnið grátt.

 Ljósið að degi til...

 ...og að kvöldi :)