22 April 2013

Strimlagluggatjöld úr áli


Þegar ég flutti í íbúðina mína fyrir nær 10 árum, gerði ég eins og flestir á þeim tíma.....ég keypti rimlagluggatjöld.  En það leið ekki langur tími þar til ég gafst upp (því ég fæddist nefnilega með borðtusku í annari hendi) og sá ekkert annað en ryk og meira ryk.  Svo ég fór til "Höfuðborgarinnar" og endaði í verslun sem ber nafnið Nútíma gluggatjöld og er á Suðurlandsbraut.  Strimlar urðu fyrir valinu og það úr áli!  Ekki eins viðkvæmt og ef það væri úr efni og svo finnst mér það kostur að það eru engin bönd sem halda strimlunum saman að neðan svo kisan hefur góðann aðgang að glugganum til að horfa út án þess að ég þurfi að draga frá. Góð fjárfesting á sínum tíma og enn "móðins" þrátt fyrir nokkur ár :)