29 May 2013

Heimaskrifstofan


Hef ég sýnt ykkur heimaskrifstofuna "mína"?
Ef svo er þá bara geri ég það aftur, enda svo langt síðan
 þið hafið fengið eitthvað augnakonfekt.....Erþaggi?

 Fyrir mööööörgum árum, þegar Tekk vöruhús var einhverstaðar
 í Árbæ minnir mig þá keyrði ég framhjá henni í leið minni á Selfoss.
  Í glugganum var skápur sem ég kolféll fyrir svo....
 ég kippti honum með þegar ég sneri til baka í menninguna ;) 
 Þetta er "antikskápurinn" minn og þykir mér afskaplega vænt um gripinn.  

Kannski vegna þess að hann er svo gjörsamlega
 út úr kú miðað við minn stíl hehe ;) 

 Svo er hann í svona country stíl hehe sem ég þoli ekki, 
en samt er þessi mubla eitt af mínu uppáhalds ;)

Heyriði.....um daginn kom Kristján minn með mynd í ramma úr "gulli" og 
sagðist ætla að hirða myndina en henda rammanum.  Ég hélt nú ekki! 
 Hér er ég sem sagt búin að grunna rammann en bara grunna og ætla ekki að gera meira.  Rétt pússaði yfr með sandpappír og setti uppáhaldsfólkið mitt í rammann, ömmu og afa þegar þau voru ungmenni ;)

 Mig langar að sýna ykkur hvað ég gerði við ljósmyndirnar,
 þrátt fyrir illa tekna mynd ;)
 Áður var ég með fjölskylduljósmyndir á heilum vegg 
með römmum og öllu tilheyrandi, en vegna plássleysis tók ég myndirnar úr, plastaði þær í vélinni minni góðu og hengdi þær upp með teiknibólum.
  Auðvelt mál því þetta er gipsveggur ;)

Á öllum skrifborðum þarf að vera góð lýsing. 
 Þennan lampa fékk ég í Ikea. Í staðinn fyrir að hengja hann upp á vegg
 eða setja hann á skrifborðsbrúnina þá festi ég hann á "kökustandinn"
 sem ég fékk í Rúmfó og nota undir límband, heftara og fl.  

 Það sem mér finnst skemmtilegt við skrifborðið mitt 
er að ég get sett fallega hluti undir glerplötuna ;)

Lampinn sem fékk nýjan home-made skerm (sjá fyrri færslur)
 er í skrifstofunni fínu og myndirnar til vinstri eru eins og ég 
hef sagt áður klemmdar saman með poto-clips frá Hrím.

Og hér er öll vinnuaðstaðan.  
Hægt er að fá skúffur eða skápahurðar í hillurnar sem heita
 Expedit (Ikea) og valdi ég hurðar í þessum líka flotta Turkis lit. 
 Tunnan til hliðar hefur hlutverk rusls,
 prentarinn er í horninu ofan á hillu sem fékkst í 
Húsgagnahöllinni fyrir löngu síðan.

  Hatturinn er home-made ljós.
 Rammann spreyjaði ég svartan eftir að ég hafði tekið spegilinn innan úr.
  Takið sérstaklega eftir blómamyndinni stóru.  Á bak við myndina eru þrjár stórar rafmagnstöflur sem fóru mjög svo í taugarnar á mér
 en enginn veit af núna ....NEMA ÞIÐ!