30 May 2013

Hitt og þetta


 Langar að sýna ykkur nokkra hluti sem eru mér kærir. 
 Kommon hvaða hluti er maður með inni hjá sér sem eru EKKI kærkomnir?

Gólflampi sem kæró gaf mér í jólagjöf.
  Ég hreinlega elska þennan meira en.... ALLT!

Skilti sem ég hafði lengi vel horft til og viti menn.....
hann endaði í stofunni minni!
 Stundum verð ég bara alveg orðlaus!


ERRRR er málið .... þegar maður hefur skreytt það aðeins :)

Oft er það ódýrasta flottast.
  Rúmfatalagershirsla undir ilmvötn og úr.

Þetta listaverk á stórt pláss í hjarta mínu, 
enda frá ástinni minni og enginn og þá meina ég enginn á alveg eins ;)


Flestar verslanir erlendis sem selja listaverk geta rúllað myndunum upp og sett í hólk til að auðvelda flutning heim með flugi. 
Svo er bara að fá innrömmunarfyrirtæki hér heima til að ramma myndina inn.
  Þetta gerðum við þegar við fórum til London og svo fengum við Rammamiðstöðina til að setja myndina á blindramma.
Ég bað fyrirtæki sem heitir "Allt merkt" á Hverfisgötu í Rvk, 

að útbúa stafina fyrir mig sem ég límdi svo á vegginn. 
Gat valið úr mörgum litum og allar stafagerðir úr Word.

Hér er linkurinn á fyrirtækið sem seldi okkur þessa mynd .....
 http://www.theportobelloartsclub.com/

 Minn uppáhalds kertastjaki frá Heimahúsinu 

  Krúttlegasta mynd ever!
 Sonur minn sem er með þroskahömlun teiknaði hana 
þegar hann var um 13 ára gamall. 
Ég lét ramma hana inn í karton og álramma og hafði hana
 sem skraut í fermingarveislu hans um árið.
Nú prýðir hún veggi heimilisins.



Ég keypti þennan gamla sjónvarpsskáp á Bland.is á slikk. 
Fór til húsgagnasprautara og lét sprauta hann háglans-eldrauðan :o)

 Setti svo lýsingu inn í skápinn 



Ein af mínum uppáhaldsbúðum er Ilva
 og fer ég yfirleitt ekki tómhent þaðan út :o) 
Þetta fuglabúr fékkst þar.
 Ég tók róluna innan úr búrinu og setti kerti í "matardallana"
 Svo fékk litla lukkutröllið sem María Mist mín bjó til, hlutverk sem fugl :)