Komið þið sæl og blessuð og gleðilegt haust!
Ég er ekkert sérstaklega hrifin af gömlu dóti.
Samt tel ég mig hafa auga fyrir því sem hægt er að gera við gamalt,
sérstaklega ef málning, penslar og efni koma þar við sögu.
Þetta var nýjasta fórnarlambið mitt, gamall kertastjaki....reyndar tveir.
Fyrsta verkið mitt var að grunna þá með pensli og dumpa yfir á
meðan allt var blautt til að afmá penslaför.
Búin að grunna báða svo næst var bara að mála yfir.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég spreyjað, en ég tímdi því ekki
enda kostar einn brúsi um 1700 kr og upp úr og ég
hefði kannski ekki not fyrir hann aftur svo ......
....ég notaði það sem til var í geymslunni, svart matt lakk frá DecoMax.
Sama aðferð og með grunninn, fyrst pensla og svo nota svamp.
Allavega er ég rosa sátt og maður sér varla muninn á spreyjað eða málað :)