Þennan lampa hef ég átt lengi, en skermurinn sem var úr pappa
var orðinn ansi lúinn og rifinn og alveg kominn tími til að endurnýja.....
sem mér finnst nú ekki leiðinlegt hehe :)
Efnið fann ég í efnaskúffunni minni.
Ég byrjaði á að rífa pappann utan af einhverskonar plasti sem myndaði skerminn.
Svo sneið ég efnið eftir máli og hreinlega bara límdi það á með hitalímbyssu.
En ég var ekki sátt við að sjá fráganginn inn í skerminn
og var á því að henda öllu saman og kaupa nýjann skerm.
ÞÁ datt mér í hug að sætt væri að nota blúnduefni sem
ég átti til og dekkja þar með hliðarnar.......
.......og ofan á.
Nú er ég megasátt með allt saman enda kemur æðisleg birta í gegn um blúnduna.
Já það er ýmislegt hægt að gera þegar maður er í stuði og það fyrir lítinn pening :)