25 March 2013

Pípuhattur fær hlutverk


Um daginn rétt fyrir Öskudag fór ég með þeirri yngstu í fjölskyldunni
 í Tiger að versla eitthvað sniðugt fyrir fyrrnefndan dag.
 Þá þvældist fyrir mér pípuhattur sem kostaði sama
 og ekkert og dró ég hann með mér heim í búið.  
Til hvers? 
 Jú hann átti að fá nýtt hlutverk,
 að lýsa upp skammdegið í nýja skrifborðshorninu.

Fyrst skundaði ég í Bauhaus og keypti rússaljósa "kitsett" í svörtum lit.
  Kostaði undir 2000 kallinn :)

Svo gerði ég gat í miðjuna með hnífsoddi, passaði bara að gera það ekki of stórt og tróð góssinu í gegn eftir að ég hafði tengt allt við rafmagnið í loftinu

(Auðvitað hafði ég slegið út rafmagnið áður en ekki hvað?)

Til að verja hattinn frá hitanum sem kom frá perunni þá setti
ég fjórfaldan álpappír innan í hattinn ca 7x7 cm og málið leyst!