04 September 2016

Steyputilraun. Einu sinni er allt fyrst!


Stundum þá hef ég löngun til að skapa eitthvað 
en kem mér svo einhvern veginn ekki í gírinn.  
Svo þegar maður byrjar hugsar maður
 "hvers vegna byrjaði ég ekki miklu fyrr, þetta er svoooo auðvelt"!!! 

 Á síðasta ári fór ég og María Mist dóttir mín í Bauhaus.
Erindið var að kaupa sement.  
Eftir langa bið hugsaði ég með mér að það gæti nú ekki verið stórmál
 að finna einn sementspoka en öllu verra var að finna stóra innkaupakerru!  
Við dóum ekki ráðalausar heldur gripum næstu kerru, 
borguðum og keyrðum heim rígmontnar yfir árangrinum.

Ári síðar var komin tími til að steypa! HEHE ári seinna!
Sem betur fer tékkaði ég á innihaldi pokans.
Þá kom í ljós að ég hafði keypt sandpoka! 
Obb obb obb :(

 Á leið minni í bústað fyrir stuttu þá kom ég við í Bykó 
og keypti alvöru sement.

 Ég fékk kærasta minn í lið með mér til að blanda, hræra og setja í mót.

 Ljósakúplana keypti ég hingað og þangað á þessu ári sem var í bið.
Stærsti um 25 cm í þvermál, minnsti ca 14 cm.
Eftir að hafa hrært fjóra hluta sement og tvo hluta vatn
 var ekkert annað en að fylla kúplana og bíða yfir nótt :)

Næsta dag brutum við kúplana og í ljós komu 
fullkomnar þrjár kúlur.
Verkin heita Three balls!

Minnsta kúlan var lakksprautuð.

Hvað ætti ég að steypa næst?



No comments:

Post a Comment