31 August 2016

Hljómplötustandur (vinyl) DIY


Unglingsdóttir mín á plötuspilara frá My concept store.
Hún hefur sankað að sér nokkrum plötum 
en vantaði hentugt geymslupláss fyrir þær
 þar sem auðvelt væri að flétta þeim.  

Mamman var ekki lengi að strunsa í Ikea og....

...kaupa eitt stykki Nesna náttborð á 2350 kr.
En þar sem borðið er úr bamus sem ekki fellur að smekk
 þá var komið við á leið heim í Slippfélaginu og ....

keyptur einn svona spreybrúsi.
 

 Svo var bara preyjað úti á svölum í góða veðrinu.
Ég er að segja ykkur það að klukkustund 
eftir spreyjun gat ég sett borðið saman,
 svo fljót var málningin að þorna sem er frábær kostur!
 
Með því að sleppa glerplötunni sem á að vera ofan þá,
þá er komin hinn fínasti plötustandur :)

Skemmtilegt verkefni, ódýrt og auðvelt!


 





No comments:

Post a Comment