Þið hafið kannski tekið eftir að ég óskaði eftir gömlum
Ikea þvottakörfum sem ekki eru lengur framleiddar?
Heppnin var með mér og gat ég þá hafist handa.
Ég klæddi grindina úr pokanum og hreinsaði vel
sem er mikið atriði til að lakkið haldist óskemmt.
Keypti grunn (Primer) lakk frá Slippfélaginu...
...og lakkaði eina umferð á alla grindina.
Að lokum spreyjaði ég tvær þunnar umferðir með svörtu lakki,
líka frá Slippfélaginu.
Ég keypti límtrésplanka í Bauhaus.
Einn panki sem er 3,8 cm á þykkt og 40 cm á breidd passar á þrjú borð.
Bæsaði með Viðar-bæs.
Þar sem ég valdi Antik-eikar lit þá þurfti ég mun fleiri umferðir
en ef ég hefði valið svartan.
Að lokum lakkaði ég yfir tvær umferðir.
Ég er svo hrifin af þessu formi.
Ekki ósvipað Valbjarkarkollinum sem ég sýndi ykkur um daginn :)
Ekki ósvipað Valbjarkarkollinum sem ég sýndi ykkur um daginn :)
Þar sem mér áskotnaðist þrjú borð þá fá tvö að vera náttborð
og það þriðja fær vonandi annað hlutverk sem ég sýni ykkur síðar
....þ.e.a.s ef ég finn eina þvottagrind í viðbót hehe :)
SNILLD. Flott hjá þér
ReplyDelete