29 August 2016

Ég fann koll frá Valbjörku og gerði hann upp!


Jóhann Ingimarsson heitinn eða Nói eins og hann var kallaður átti og rak
 húsgagnaverslunina Valbjörk á Akureyri frá 1953-1970.
Ég var svo heppin að finna kolla frá honum í Portinu í Kópavogi
 fyrir ári síðan og hreinlega gat ekki sleppt því að létta aðeins á buddunni :)

Tveir voru til sölu,
bara annar rataði heim til mín ;)



Undir þykku lagi af lakki leyndist tekk.
Gæran var líka orðin gul og skítug, hún leit mun verr út en myndirnar sýna.
Þá var bara að hefja verkið sem var aðeins meiri vinna en ég átti von á hehe  :)
Þetta undraefni er snilldin ein 
og það óvænta er að það er svo til lyktarlaust.
Ég bar þykkt lag af leysinum á með pensli
og lét það liggja á yfir nótt.

Síðan skóf ég lakkið af með sköfu....skítlétt!
Hefði jafnvel geta blásið það af svo laus var málningin.
Aðalvinnan lá í að ná málningunni af sem var ofan í raufum í viðnum. 
Lítill juðari...þessi með þríhyrnda sandpappírnum kom sér vel.

Ég er smámunasöm og þegar ég talaði um að mikil vinna 
lægi á bak við endurgerðina þá var að vegna þess að ég hætti
 ekki að pússa fyrr en allt lakk var farið.
Blótaði líka þeim sem datt í hug að mála yfir fallega tekkið, 
svoleiðis gerir maður bara alls EKKI! 

 En það borgaði sig að vera þolinmóð,
grindin varð eins og ný!



 Áklæðið fékk ég í Ikea,
 já eða púðaver sem ég klippti niður hehe  :)





Eitt af því sem mér finnst svo sjarmerandi við þennan er
 að hægt er að leggja setuna ofan á allar sex hliðarnar. 


Hann er nokkrum númerum of fallegur!
Kollur með gamla sögu og sál og ég extra ánægð að leiðir okkar lágu saman :)











No comments:

Post a Comment