24 May 2016

Uppgerðir gamlir borðstofustólar :)

Óskir rætast!

 Fyrir nokkru fann ég framtíðar-borðstofuborð.
Þá hófst leitin að stólum við borðið.
Hugurinn festist við ákveðna stóla, 
nákvæmlega eins og ég sat á hjá ömmu og afa þegar ég var smávaxin. 
 En eftir árangurslausa leit á netinu gafst ég upp og
 henti inn pöntun á sex nýjum hjá virtri húsgagnaverslun.


Svo var það á næturvakt einni að ég skrollaði á Facebook og sá þessa til sölu.
NÁKVÆMLEGA EINS OG AMMA OG AFI ÁTTU!
 Mínar heimildir segja að þeir hafi verið gerðir af Guðmundi blinda ca. í kringum 1969.
Hann átti Trésmiðjuna Víði og var þekktur fyrir sterka og góða smíði.

Nú voru góð ráð dýr, ég með stóla í pöntun og hef ekkert við tólf stóla að gera, 
fyrir utan hve ólíkir þeir eru svona útlitslega séð.
 En ég tók sénsinn, keypti þá grænu og ákvað að reyna að 
fella niður pöntunina á þeim nýju sem tókst :)

Svo leitaði ég tilboða hjá nokkrum bólstrurum, 
valdi mér efni og kvaddi þá gömlu í 5 daga
 en það var sá tími sem það tók að gefa þeim nýtt útlit.

ÚTKOMAN VARÐ GLÆSILEG!











 Og þar sem ég trúi á ævintýri langar mig að varpa einni spurningu til ykkar.
Eigið þið eða vitið um fjóra svona stóla til viðbótar við mína?
Toppurinn er að eiga fleiri þegar gesti ber að garði.






No comments:

Post a Comment