Ég hef tekið miðrýmið í nösina undanfarna mánuði í fyrri færslum.
Einhvern veginn verða svona rými oft draslaraleg,
svona samansafn af alls konar húsgögnum
og þá aðallega til að geyma dót sem annars staðar er ekki pláss fyrir.
Ég er með mikil plön fyrir miðrýmið mitt þegar það losnar um
eitt herbergi hjá mér en þangað til reyni ég að gera mitt besta úr plássinu
Einu sinni keypti notaðan skáp.
Hann geymir núna ryksuguna mín og öll verkfæri heimilisins.
En hann var blár og alveg út úr kú fyrir minn smekk!
(myndir sýnir tvo skápa, ég notaði bara einn)
Ég átti veggfóður sem ég límdi framan á hurðina.
Svo málaði ég yfir veggfóðrið með venjulegri mattri málningu.
Kommóða er algjört möst en hún var of hvít og föl svona ein og sér.
Til að hún væri í stíl við skápinn þá filmaði ég framan á skúffurnar.
Góð nýting á plássi.
Ofan á glerskápnum er mynd til að fela forljóta rafmagnstöflu.
Chaplin myndina fékk ég að gjöf frá vinkonu minni.
Hún hafði lengi hangið á vegg á kaffistofu vinnustaðar hennar.
Ég keypti utan um hana ramma og já hún er ein af mínum uppáhalds :)
Þennan skáp hef ég átt leeeengi.
Ég tók bakið úr honum og færði til hillur.
Hann er grunnur og nýtist vel til að geyma
ljósleiðarabox, router, síma og allar snúrurnar!
Þessi sama vinkona og gaf mér Chaplin fann
fyrir mig koll í Rauða kross gámi.
Eftir að hafa lakkað fætur svarta og sett rauða gæru
ofan á kollinn fékk hann nafnið Bullukollur.
Þeir urðu svo nokkrir Bullukollarnir
hjá mér og enginn eins útlits.
(sjá gamla færslu)
No comments:
Post a Comment