26 May 2016

Illa farið hliðarborð verður eins og nýtt :)


Stundum verð ég svaka heppin!
Ég fékk að hirða og gerði upp!

 Þetta borð gengdi hlutverki baðborðs og var orðið gegnsósa af sápum og olíum.

 Í þokkabót var önnur hillan ansi undin vegna raka.

Borðið var allt tekið í sundur svo auðveldara yrði að pússa 
það með juðara (grófur sandpappír) og svo fínlegur sandpappír í lokin. 

Önnur hillan nýpússuð, hin eftir og....

....fætur.  Fyrir og eftir pússningu ;)

Ég þynnti svarta vatnsmálningu til helminga með vatni og málaði eina umferð.  
Seinni umferðin var einn hluti málning og tveir vatn.

Vegna þess að ég þynnti út málninguna komu æðar viðarins í gegn.
Að lokum lakkaði ég yfir með möttu lakki.
(Lakkið verður fyrst hvítt, breytist svo í glært við þornun)

Það var með ráðum gert að ég límdi saman hillurnar tvær 
en þannig fékk ég "eina" þykka hillu og sú efri rétti sig af við líminguna.
(Límt með límkittý)

Þar fyrir utan finnst mér fallegra að hafa hillur þykkar og langt bil á milli þeirra :)



Ég ætla að steypa þykka plötu og setja ofan á en þangað til verður borðið svona.


Góða helgi elskurnar mínar <3








3 comments:

  1. Glæsilegt hjá þér. Þú ert algjör snillingur.

    ReplyDelete
  2. Sæl, með hverju pússaðir þú borðið? og er nauðsynlegt að taka það í sundur?

    ReplyDelete